Fréttir

Er brotið á atvinnuréttindum kvenna í íslenskri ferðaþjónustu?

Í sumar hefur Jafnréttisstofu borist ábendingar um brot á atvinnuréttindum kvenna sem starfa sem leiðsögumenn og atvinnubílstjórar í ferðum á vegum íslenskra ferðaþjónustuaðila.

Barbershop ráðstefna í Kaupmannahöfn í október

Norræna ráðherranefndin skipulegur nú Barbershop ráðstefnu í Kaupmannahöfn í samvinnu við UN Women. Þessi málstofa ber yfirskriftina Equality at Home and at Work: Mobilizing men and boys for gender equality og fer fram þann 12. október.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2016 er komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2016 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili.

Embætti Tollstjóra fyrst til að hljóta jafnlaunamerkið

Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra afhenti í dag Snorra Olsen tollstjóra jafnlaunamerkið sem viðurkenningu um að embættið starfræki jafnlaunakerfi sem samræmist kröfum reglugerðar um vottun jafnlaunakerfa fyrirtækja og stofnana á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85.

Kallað eftir skýrari löggjöf á Norðurlöndunum og rannsóknum á áhrifum netníðs á lýðræði

Norræna ráðherranefndin fól NIKK, Norrænu upplýsingamiðstöðinni um kynjajafnrétti, að greina gildandi löggjöf um hótanir og hatursorðræðu á netinu. Í skýrslu sem kynnt var á ráðstefnu um málefnið sem haldin var í Stafangri í Noregi þann 21. júní sl. kemur fram að áhrifin af netníð birtast á margvíslegan hátt um leið og viðbrögð löggjafa landanna einkennast enn af óvissu.

Fjölmenni í kvennasögugöngu

Um hundrað manns tóku þátt í kvennasögugöngu á Akureyri í gær og minntust kvenréttindadagsins 19. júní. Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor við HA leiddi göngufólk í fótspor kvenna sem sett höfðu svip sinn á Brekkuna.

Hlutfall kynjanna í nýjum nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytanna aldrei jafnari

Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2016 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með framkvæmd hans.

Úthlutun styrkja úr Jafnréttissjóði Íslands

Mánudaginn 19. júní fara fram styrkveitingar úr Jafnréttissjóði Íslands og mun félags- og jafnréttisráðherra veita styrkina við formlega athöfn í Silfubergi A í Hörpu kl. 09:00 - 11:00. Allir velkomnir.

Kvennasöguganga á Akureyri 19. júní

Í tilefni kvenréttindadagsins mánudaginn 19. júní býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og Zontaklúbbana á Akureyri.

OECD: Ísland gegni leiðandi hlutverki í innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar

Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til samvinnu við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, til þess að ná markmiðum um kynjajafnrétti, hérlendis sem og innan vébanda OECD. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra undirrituðu í dag. OECD hefur óskað eftir að Ísland gegni leiðandi hlutverki í innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar hjá stofnuninni. Að ósk OECD var stofnfundur sérfræðihóps stofnunarinnar um kynjaða fjárlagagerð sem fram fór í maí, haldinn á Íslandi í ljósi leiðandi stöðu landsins í málum sem snúa að jafnrétti kynjanna.