Fréttir

Setjum upp kynjagleraugun

Á föstudag og laugardag selja Skottur kynjagleraugun. Ágóðanum verður varið til þess að efla þjónustu við fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi.

Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa er 10 ára í ár og hélt afmælisráðstefnu í september í Ketilhúsinu á Akureyri að því tilefni.  Ráðstefnan var mjög vel sótt en á annað hundrað manns þáðu ráðstefnuboð Jafnréttisstofu.

Rástefnan Æskan - rödd framtíðar

Ráðstefnan Æskan- rödd framtíðar verður haldin á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík dagana 28. - 29. október 2010.

Námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð

Mánudaginn 18. október næstkomandi kl. 9 – 12 verður haldin námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð á Hótel Nordica. Á námsstefnunni mun Dr. Elisabeth Klatzer, sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, miðla af reynslu sinni. Hún starfar m.a. sem ráðgjafi í kynjasamþættingu hjá austurríska kanslaraembættinu og hefur tekið þátt í fjölmörgum tilraunaverkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Doktorsritgerð hennar í hagfræði fjallaði um aðferðir og reynslu alþjóðasamfélagsins af kynjaðri hagstjórn.

Safnaskottur - Dagskrárveisla

Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október. Margar af fremstu listakonum landsins koma fram í dagskrá sem fram fer á Kjarvalsstöðum daglega frá kl. 12:30 - 13:00. Meðal listamanna má nefna Lay Low, Margréti Eir, Hildar Hákonardóttur, Þórunni Ernu Clausen auk trúða, pörupilta og fleiri. Umgjörð viðburðanna er hið heimilislega horn í sýningunni Með viljann að vopni, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Með viljann að vopni

Þann 4. september til 7. nóvember verður sýningin Með viljann að vopni - Endurlit 1970 - 1980 á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni er megin áherslan lögð á áttunda áratug síðustu aldar, sem var fyrir margra hluta sakir viðburðaríkur á ýmsum sviðum íslensks samfélags, jafnt efnahagslega sem félags- og menningarlega. Oft er skírskotað til hans sem „kvennaáratugarins“ en nýja kvennahreyfingin, sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma og laust niður sem eldingu austan hafs og vestan, barst einnig til Íslands og fór af stað á fullri ferð. Á sýningunni er litið aftur til áranna 1970-1980 en sýnendurnir tuttugu og sjö eiga það sameiginlegt að vera meðal þeirra fjölmörgu, íslensku kvenna sem þá störfuðu að myndlist. Margar þeirra komust til þroska í andrúmi þessa tíma, þótt aðrar hafi þá þegar verið mótaðar.

Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi

Skotturnar, regnhlífasamtök 20 íslenskra kvennasamtaka halda ráðstefnu um kynferðisofbeldi Háskólabíói við Hagatorg þann 24.okt. 2010 frá kl. 10 – 17.