Fréttir

Skýrsla til Alþingis um stöðu kvenna á vinnumarkaði

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi skýrslu um stöðu kvenna á vinnumarkaði. Í skýrslunni er fjallað um ýmsar hliðar atvinnuþátttöku kvenna, nýtingu foreldra á fæðingarorlofsrétti, áhrif opinberra aðgerða á stöðu kynjanna frá efnahagshruninu 2008 og þróun launamunar kynja frá sama tíma.