Fréttir

Opið á Jafnréttisstofu eftir klukkan 14:55 í dag

Strákarnir á Jafnréttisstofu standa vaktina í dag eftir klukkan 14:55 þegar konurnar á vinnustaðnum ganga út. Opnunartími stofnunarinnar verður því með hefðbundnu sniði.

Kvennafrí 2018 - Baráttufundir um allt land

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!

Þú átt VON - Vitundarvakning um heimilisofbeldi

Þú átt VON er vitundarvakning á vegum Jafnréttisstofu um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Í henni er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að leita sér hjálpar og finna það úrræði sem hentar best.

Streymi af ráðstefnunni Gerum betur!

Streymt verður af ráðstefnunni Gerum betur - áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir sem verður á Hotel Natura á morgunn.

Dagskrá ráðstefnunnar Gerum betur!

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Gerum betur! Áhrifaríkar aðferðir og helstu hindranir í vinnu með heimilisofbeldismál

Ráðstefna um samvinnu í heimilisofbeldismálum verður haldin þann 18. október 2018 á Icelandair hótel Reykjavík Natura kl. 10.00–16.00. Ráðstefnan er ætluð fagfólki sem vinnur með ofbeldi í nánum samböndum og almenningi sem vill láta sig málefnið varða.

Rýmri tímafrestur fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun

Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hefur ákveðið að nýta heimild sína samkvæmt lögum sem gerir honum kleift að lengja frest fyrirtækja og stofnana til að öðlast jafnlaunavottun um 12 mánuði.

Kallað eftir jafnréttisáætlunum frá grunnskólum

Samkvæmt 18. gr. laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla skal endurskoða jafnréttisáætlanir á þriggja ára fresti. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa nú eftir jafnréttisáætlunum frá grunnskólum landsins. Innköllunin nær til rúmlega 170 skóla sem flestir brugðust við sama erindi fyrir rúmlega þremur árum.

Þekkingarbrunnurinn the Nordic Gender Effect at Work opnar í dag

Í dag opnar Norræna ráðherranefndin þekkingarbrunninn the Nordic Gender Effect at Work.

Jafnréttisáætlanir tryggja réttindi starfsfólks á ýmsum sviðum

Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 ber öllum fyrirtækjum og stofnunum þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlun.