Fréttir

Jafnréttisstofa hefur lokið skrefi eitt af fimm í Grænu skrefunum

Jafnréttisstofa tók í dag á móti viðurkenningu Umhverfisstofnunar fyrir að hafa lokið innleiðingu á fyrsta græna skrefinu af fimm. Markmiðin með skrefunum eru m.a. að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í starfsemi ríkisins, efla umhverfisvitund starfsmanna, innleiða áherslur í umhverfismálum o.fl.

Jafnréttisviðurkenning Akureyrarbæjar

Árlega veitir Frístundaráð Akureyrarbæjar sérstaka viðurkenningu vegna jafnréttismála. Viðurkenningin er veitt einstaklingi, félagi, fyrirtæki, stofnun, nefnd eða ráði sem að mati frístundaráðs hefur staðið sig best að framgangi jafnréttismála.

Ársskýrsla 2019 er komin út

Ársskýrsla Jafnréttisstofu fyrir árið 2019 er komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili.

Það er bannað að mismuna - veggspjald

Jafnréttisstofa hefur gefið út nýtt veggspjald um bann við mismunun sem ætlað er að minna á mikilvægi þess að raunverulegt jafnrétti náist en það gerist ekki eingöngu með lagasetningum heldur krefst samtals og skilnings.

Kynja- og jafnréttissjónarmið - laun og starfskjör

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018 er að finna sérstök ákvæði sem laun, starfskjör og uppsagnir.

Kynja- og jafnréttissjónarmið í skólastarfi

Í lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018 er að finna sérstök ákvæði sem varða skóla og uppeldisstofnanir.

Umfangsmesta rannsókn um heimilisofbeldi á Íslandi

Drífa Jónasdóttir, doktorsnemi við læknadeild Háskóla Íslands, hefur síðustu ár rannsakað umfang og eðli heimilisofbeldis, eins og það birtist í gögnum hjá Landspítalanum á tíu árum frá 2005 til 2014. Í rannsókn Drífu var sjónum beint að líkamlegum áverkum, ekki þeim sálrænu, sem rannsóknir sýna að eðli málsins samkvæmt geti verið miklir. Rannsókn Drífu dregur einnig fram í dagsljósið þann kostnað sem fylgir spítalakomum kvennanna, kostnaður eins og hann birtist í gögnum Landsspítalans.

Kynja- og jafnréttissjónarmið við hönnun og birtingu auglýsinga

Við hönnun og birtingu auglýsinga skal gæta þess að farið sé eftir lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008 og lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna nr. 85/2018. Í lögunum er tekið fram að auglýsandi og sá sem hannar eða birtir auglýsingu skuli sjá til þess að auglýsingin sé ekki til minnkunar, lítilsvirðingar eða stríði gegn lögum.

Opið fjarnámskeið fyrir starfsfólk sveitarfélaga

Í haust bauð Jafnréttisstofa sveitarfélögum upp á fjarnámskeið um jafnréttislöggjöfina og aðferðafræði kynjasamþættingar sem sveitarfélögum er ætlað að nota við stefnumótun og ákvarðanatöku í tengslum við þjónustu við borgarana. Námskeiðið var vel sótt og nú býður Jafnréttisstofa starfsfólki sveitarfélaganna frítt aðgengi að nokkrum fyrirlestrum í rúma viku.

Þú átt VON - vitundarvakning um heimilisofbeldi

Þú átt VON er afrakstur vitundarvakningarverkefnis um heimilisofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum. Þar er bent á fjölbreyttan stuðning og aðstoð sem er í boði og þolendur hvattir til að hringja í 112 til að leita sér hjálpar og finna það úrræði sem hentar best.