Á undanförnum árum hafa iðulega risið deilur um að hve miklu leyti stjórnvöld geti sjálf ákveðið hvaða sjónarmið liggja til grundvallar ákvörðunum um val á milli umsækjenda um opinberar stöður. Í erindi sínu á Jafnréttistorgi mun Ástráður Haraldsson hrl. ræða um álitaefni sem þessu tengjast í ljósi dómafordæma og álita Umboðsmanns Alþingis.
26.01.2009
Karlar eru enn við stjórnvölinn á Íslandi í mun ríkara mæli en konur, en hlutur kvenna fer þó vaxandi í ýmsum áhrifastöðum en stendur í stað eða minnkar í öðrum. Þetta kemur fram í Hagtíðindum, sem Hagstofan gefur út, um konur og karla í áhrifastöðum 2008.
23.01.2009
Síðastliðinn mánudag kom þingflokkur Vinstri grænna í heimsókn á Jafnréttisstofu.
22.01.2009
Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal í tilefni 30 ára afmælis samnings um afnám allrar mismunar gagnvart konum eða Kvennasáttmálans sem var samþykktur af allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 18.desember 1979.
20.01.2009
Hátt í fimm hundruð manns eru skráð á jafnréttisþing, sem hófst á Hótel Nordica í morgun. Félags- og tryggingamálaráðherra boðaði til þingsins í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kynjakvótar, bann við kaupum á vændi og lög um hlutfall kynjanna í stjórnum fyrirtækja er á meðal þess sem rætt hefur verið þinginu.
19.01.2009
Síðastliðinn miðvikudag efndi Jafnréttisstofa til kynningar fyrir fagfólk við Eyjafjörð á nýútgefnum fræðsluritum Ingólfs V. Gíslasonar um ofbeldi í nánum samböndum.
09.01.2009
Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar næstkomandi að Hótel Nordica klukkan 9 til 17.
08.01.2009
Jafnréttisstofa stendur fyrir kynningu á bókinni Ofbeldi í nánum samböndum eftir Ingólf V. Gíslason í Háskólanum á Akureyri í dag, 7. janúar. Kynningin fer fram í stofu L201 kl. 15.00 .
07.01.2009
Nýr umboðsmaður gegn mismunun tók til starfa í Svíþjóð nú í byrjun ársins. Þar með voru sameinuð embætti fjögurra umboðsmanna sem áður voru starfrækt á sviði jafnréttis kynjanna og mismununar vegna uppruna, fötlunar og kynhneigðar.
06.01.2009
Jafnréttisstofa verður lokuð frá hádegi á Þorláksmessu, þriðjudaginn 23. desember 2008. Stofan verður opnuð aftur að morgni mánudagsins 5. janúar 2009. Starfsfólk Jafnréttisstofu óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs.
23.12.2008