Fréttir

Krefjast þess að Fjármálaeftirlitið fari að jafnréttislögum

Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem félagið krefst þess að Fjármálaeftirlitið fari að jafnréttislögum, en aðeins tvær konur eru á meðal þeirra sem skipaðir hafa verið í skilanefndir vegna yfirtöku ríkisins á fjármálastofnunum. Jafnframt fagnar félagið ráðningu á konu í starf bankastjóra Landsbankans. 

Eru kvótar og sértækar aðgerðir aumingjahjálp fyrir konur?

Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri boða til fyrsta jafnréttistorgs vetrarins miðvikudaginn 8. október kl. 12 á hádegi. Þorgerður Einarsdóttir, doktor í félagsfræði og dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, fjallar um kynjakvóta og sértækar aðgerðir undir yfirskriftinni: „Eru kvótar og sértækar aðgerðir aumingjahjálp fyrir konur?“

Kynjadagar í Listaháskóla Íslands

Kynjadagar Listaháskóla Íslands eru haldnir vikuna 6. október - 10. október. Dagskráin er helguð kynjunum og kynjaímyndum. Nemendur Listaháskólans og listamenn kynna verk tengd kynjafræðum og verða með innlegg. Kynjadagar LHÍ eru haldnir að frumkvæði jafnréttisnefndar skólans.

Jafnréttisþing 2008

Í samræmi við nýsamþykkt lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða  félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 7. nóvember næstkomandi að Hótel Sögu frá klukkan 9 til 17.

Lýsir yfir áhyggjum af auknum launamun kynjanna

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga fór fram dagana 18.-19. september í Mosfellsbæ. Fundurinn tókst mjög vel og voru fundargestir á fimmta tug frá öllu landinu. Á fundinum var Evrópusáttmáli um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum kynntur, auk þess sem ályktanir um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum og stjórnun fyrirtækja, jafnrétti í skólum og kynbundinn launamun voru samþykktar.

Fyrstu sveitarfélögin undirrita Evrópusáttmála um jafnrétti

Akureyrarbær og Mosfellsbær urðu í síðustu viku fyrstu íslensku sveitarfélögin til þess að undirrita Evrópusáttmála um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarstjórnum og héruðum. Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, skrifaði undir sáttmálann í lok landsfundar sveitarfélaga, sem haldinn var sl. föstudag, en Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri Akureyrarbæjar, skrifaði undir sáttmálann fyrr í vikunni.

Vel heppnað jafnréttisþing í Mosfellsbæ

Rúmlega 50 manns sóttu jafnréttisþing sem fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stóð fyrir sl. fimmtudag, en þingið var haldið til heiður Helgu J. Magnúsdóttur sem var fyrst kvenna oddviti í sveitarfélaginu fyrir hálfri öld. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að fæðingardagur Helgu, 18. september, verði framvegis árlegur jafnréttisdagur bæjarins.

Landsfundur jafnréttisnefnda í dag

Landsfundur jafnréttisnefnda fer fram í dag í Mosfellsbæ. Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir fundinum að þessu sinni. Dagskrá landsfundarins hófst í gær að loknu jafnréttisþingi Mosfellsbæjar og heldur áfram nú kl. 9.

Jafnréttisþing í Mosfellsbæ í dag

Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi sem haldið verður í Hlégarði í Mosfellsbæ í dag, fimmtudaginn 18. september. Þingið hefst kl. 13, en það er haldið í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands.

Ný heimasíða um jafnréttisfræðslu í skólum opnuð

Heimasíða þróunarverkefnisins Jafnréttisfræðsla í leik- og grunnskólum var formlega opnuð af Jóhönnu Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, í dag. Heimasíðunni er ætlað að vera aðgengilegur gagnabanki fyrir kennara, nemendur, námsráðgjafa, foreldra og alla þá sem vilja fræðast og fræða um jafnrétti í námi og starfi.