Fræðslusetrinu Starfsmennt hefur verið falið að halda utan um námskeið til að styðja við og auðvelda innleiðingu jafnlaunastaðals hjá stofnunum og fyrirtækjum. Stjórnvöld og aðilar á vinnumarkaði hafa sammælst um það hlutverk setursins og hvatt til samstarfs við fjölmarga fræðslu- og mannauðssjóði, sem munu greiða leið sinna félagsmanna á námskeiðin. Markmiðið er að vinna að auknu launajafnrétti og tryggja að jafnverðmæt störf séu metin eins.
07.09.2015
Þann 18 september næstkomandi stendur Reykjavíkurborg fyrir málþingi um kynjaða fjárhags- og starfsáætlun í Tjarnarsal Ráðhússins. Málþingið verður hluti af þeim 100 viðburðum sem Reykjavíkurborg stendur fyrir vegna 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna. Meginþema málþingsins er staða kynjaðrar fjárhagsáætlunar í dag. Að auki verður því velt upp hvaða áhrif aukin pólitísk þátttaka kvenna hefur haft á rekstur hins opinbera. Diane Elson einn fremsti sérfræðingurinn á þessu sviði verður aðalræðukona og fleiri sérfræðingar á þessu sviði taka þátt.
03.09.2015
Jafnréttisstofa, Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, RIKK og fleiri aðilar standa að ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð, hinn 1. og 2. september 2015, á Grand hóteli í Reykjavík. Á ráðstefnunni verða fyrirlesarar frá Bandaríkjunum, Svíþjóð, Grænlandi og Íslandi.
19.08.2015
Jafnréttissjóður, sem starfar skv. reglum nr. 513/2006, auglýsir nú eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum fyrir árið 2015.
02.07.2015
Í nýrri samantekt Ríkislögreglustjóra um jafnréttismál, fyrir árið 2014, kemur fram að hlutfall kvenna innan lögreglunnar var 13% og hefur lítið breyst síðustu ár. Í upphafi árs 2014 var engin kona yfirlögregluþjónn en flestar voru konur meðal lögreglufulltrúa, þá 15 af 82.
30.06.2015
Þann 19. júní síðastliðinn var samþykkt á Alþingi þingsályktun um að stofnaður verði Jafnréttissjóður Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum næstu fimm ár, 2016–2020, 100 milljónir. kr. á ári.
25.06.2015
Forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er einn tíu þjóðarleiðtoga sem mun leiða nýtt alþjóðlegt verkefni sem kallast IMPACT 10x10x10 og er liður í HeForShe verkefni UN Women.
Verkefnið mun leiða saman tíu stjórnmálaleiðtoga, tíu alþjóðleg fyrirtæki og tíu háskólastofnanir með það að markmiði að stuðla að jafnrétti kynjanna með aukinni þátttöku karla í umræðu um jafnrétti.
24.06.2015
Ríkisstjórn Ísland samþykkti innleiðingaráætlun um kynjaða hagstjórn og fjárlagagerð fyrir árin 2015 til 2019, á fundi sínum þann 19. júní síðastliðinn.
Í jafnréttislögum, lögum nr. 10/2008, segir að við alla stefnumótun og áætlanagerð á vegum ráðuneyta og opinberra stofnanna skuli kynjasamþættingar gætt. Innleiðing kynjaðrar hagstjórnar og fjárlagagerðar (KHF) hófst á Íslandi árið 2009 og byggir á aðferðafræði kynjasamþættingar.
22.06.2015
Jafnréttisstofa verður lokuð frá hádegi föstudaginn 19. júní, í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna. Jafnréttisstofa hvetur landsmenn alla til að halda daginn hátíðlegan og minnir á að viðburðir eru skipulagðir víða um land í dag.
Yfirlit viðburða má finna hér
19.06.2015
Fimmtudaginn 18. júní verður kvennasöguganga á Akureyri. Í ár verður gengið í fótspor Vilhemínu Lever. Vilhelmína er þekkt fyrir að hafa greitt atkvæði í fyrstu bæjarstjórnarkosningunum á Akureyri árið 1863.
Gangan hefst við Laxdalshús, Hafnarstræti 11, kl. 20.00 og endar á Minjasafninu þar sem gestum er boðið á sýninguna „Ertu tilbúin frú forseti?“ um Vigdísi Finnbogadóttur, fyrsta lýðræðislega kjörna kvenforseta í heiminum. Hanna Rósa Sveinsdóttir safnvörður á Minjasafninu leiðir gönguna.
15.06.2015