Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar Jafnréttisráðs.
Í ár mun Jafnréttisráð, ásamt ráðherra jafnréttismála, veita sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu aðilum sem hafa skarað fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Fjölmiðlaviðurkenningin verður afhent á Jafnréttisþingi sem haldið er 25. nóvember næstkomandi.
22.10.2015
Jafnréttissjóður býður til málþings þar sem kynntar verða niðurstöður rannsókna sem sjóðurinn styrkti 2014 og jafnframt fer fram úthlutun sex nýrra styrkja. Málþingið verður haldið á kvennafrídaginn 24. október 2015 kl. 11-13 í Iðnó.
20.10.2015
Laugardaginn 24. október boða Zontakonur á Akureyri í samstarfi við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Minjasafnið á Akureyri til afmælisdagskrár í tilefni af fjörutíu ára afmælis Kvennafrídagsins. Dagskráin hefst kl. 11:30 við Aðalstræti 6 þar sem Vilhelmína Lever kaus fyrst íslenskra kvenna.
19.10.2015
Um þessar mundir fagna Norðurlöndin aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Finnar héldu upp á áfangann árið 2006, Norðmenn árið 2013 og nú, árið 2015, er komið að Íslandi og Danmörku. Fyrir hönd framkvæmdanefndar Alþingis um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og RIKK, Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, verður haldin alþjóðleg hátíðarráðstefna í Hörpu dagana 22.-23. október 2015.
16.10.2015
Kvenréttindafélags Íslands og Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands býður upp á samnorrænt málþing um kynjafræðikennslu í framhaldsskólum, á Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 21. október kl. 15–17.
Rætt verður um kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, áskoranir og tækifæri, kennsluefni, kennsluaðferðir og framtíðarsýn.
Málþingið og umræður fara fram á ensku og er öllum opið.
15.10.2015
Fyrsta jafnréttistorg vetrarins í Háskólanum á Akureyri fer fram miðvikudaginn 14. október nk. Þar munu dr. Sigrún Stefánsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir fyrrum alþingiskona og ráðherra flytja innlegg í tengslum við útgáfu bókarinnar Frú ráðherra - frásagnir kvenna á ráðherrastóli eftir Eddu Jónsdóttur og dr. Sigrúnu Stefánsdóttur. Jafnréttistorgið mun fara fram kl. 12.00, í stofu N101 Sólborg v/Norðurslóð og er öllum opið án endurgjalds.
12.10.2015
Fljótsdalshérað boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 8. - 9. október n.k.
Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða málin, fræðast og fá góðar hugmyndir.
07.10.2015
Hvaða árangri hefur samþætting kynjasjónarmiða (e. Gender Mainstreaming) skilað fram til þessa? Hefur innleiðing samþættingar leitt til aukins jafnréttis? Á hvaða sviðum hefur samþætting virkað og hvar ekki? Hversu vel hefur okkur tekist að nýta hugmyndafræði samþættingar og þau verkfæri sem hún hefur alið af sér? Hvaða kostir og gallar hafa komið í ljós, m.a. ef horft er til samtvinnunar (e. intersectionality) við aðrar víddir jafnréttis? Á þessu ári eru 20 ár frá því að samþætting var formfest á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og því kalla Jafnréttisnefnd HÍ og Jafnréttisstofa til fólk með reynslu og þekkingu á sviðinu til að taka púlsinn á samþættingu.
06.10.2015
Háskólar landsins standa saman að ljósagjörningi í hádeginu í dag, mánudaginn 5. október til að undirstrika mikilvægi mannréttinda og umræðu um jafnréttismál. Dagurinn markar jafnframt upphaf jafnréttisdaga og fræðsluviðburða um jafnréttismál sem fara fram í skólunum sjö. Þetta er í fyrsta sinn sem skólarnir vinna saman að gjörningi tengdum jafnréttismálum en viðburðurinn hefur einnig skírskotun í Alþjóðlegt ár ljóssins á vegum Sameinuðu þjóðanna.
05.10.2015
Glöggir lesendur heimasíðu Jafnréttisstofu hafa tekið eftir því að dagatal stofunnar hefur verið að taka breytingum. Ástæðan er sú að Jafnréttisstofa hefur tekið upp samstarf við norrænt dagatal til að kynna atburði á sviði jafnréttis kynjanna. Um er að ræða vefgátt þar sem atburðir á dagatal Jafnréttisstofu sjást einnig á norræna dagatalinu GenderKalenderN. Jafnréttisstofa hvetur alla sem eru að skipuleggja atburði sem tengjast jafnrétti kynja til að hafa samband og auglýsa viðburði sína á þessum nýja vettvangi.
05.10.2015