Fréttir

Fjörutíu ára afmæli Kvennafrídagsins

Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur á Akureyri sl. laugardag og þess minnst að fjörutíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fylktu liði og tóku sér frí í einn dag.

Konur í stjórnmálum, reynsla og lærdómur

Föstudaginn 6. nóvember verður haldið málþing undir yfirskriftinni "Konur í stjórnmálum, reynsla og lærdómur". Málþingið fer fram á  Hótel Héraði á Egilsstöðum og hefst klukkan 13.30. 

Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

Á jafnréttistorgi miðvikudaginn 28. október fjallar Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi um birtingarmyndir þess ofbeldis sem gerendur sjálfir segja frá, skýringar þeirra á ofbeldinu og mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir endurtekið ofbeldi. Þá verður einnig sagt frá reynslu gerenda af ofbeldi í æsku og að lokum boðið uppá stuttar umræður. Jafnréttistorgið er í samstarfi Jafnréttisstofu og HA og er öllum opið. 

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2015

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar Jafnréttisráðs.  Í ár mun Jafnréttisráð, ásamt ráðherra jafnréttismála, veita sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu aðilum sem hafa skarað fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Fjölmiðlaviðurkenningin verður afhent á Jafnréttisþingi sem haldið er 25. nóvember næstkomandi. 

Kyn og fræði - Ný þekking verður til

Jafnréttissjóður býður til málþings þar sem kynntar verða niðurstöður rannsókna sem sjóðurinn styrkti 2014 og jafnframt fer fram úthlutun sex nýrra styrkja. Málþingið verður haldið á kvennafrídaginn 24. október 2015 kl. 11-13 í Iðnó.

Fjörutíu ára afmæli Kvennafrídagsins

Laugardaginn 24. október boða Zontakonur á Akureyri í samstarfi við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Minjasafnið á Akureyri til afmælisdagskrár í tilefni af fjörutíu ára afmælis Kvennafrídagsins. Dagskráin hefst kl. 11:30 við Aðalstræti 6 þar sem Vilhelmína Lever kaus fyrst íslenskra kvenna.

Borgaraleg réttindi kvenna í 100 ár

Um þessar mundir fagna Norðurlöndin aldarafmæli kosningaréttar kvenna. Finnar héldu upp á áfangann árið 2006, Norðmenn árið 2013 og nú, árið 2015, er komið að Íslandi og Danmörku. Fyrir hönd framkvæmdanefndar Alþingis um 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna og RIKK, Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum við Háskóla Íslands, verður haldin alþjóðleg hátíðarráðstefna í Hörpu dagana 22.-23. október 2015. 

Kynleg kennsla

Kvenréttindafélags Íslands og Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands býður upp á samnorrænt málþing um kynjafræðikennslu í framhaldsskólum, á Hallveigarstöðum, miðvikudaginn 21. október kl. 15–17. Rætt verður um kynjafræðikennslu á framhaldsskólastigi, áskoranir og tækifæri, kennsluefni, kennsluaðferðir og framtíðarsýn. Málþingið og umræður fara fram á ensku og er öllum opið.

„Að búa til bók og skúrað á eftir“

Fyrsta jafnréttistorg vetrarins í Háskólanum á Akureyri fer fram miðvikudaginn 14. október nk. Þar munu dr. Sigrún Stefánsdóttir og Valgerður Sverrisdóttir fyrrum alþingiskona og ráðherra flytja innlegg í tengslum við útgáfu bókarinnar Frú ráðherra - frásagnir kvenna á ráðherrastóli eftir Eddu Jónsdóttur og dr. Sigrúnu Stefánsdóttur. Jafnréttistorgið mun fara fram kl. 12.00, í stofu N101 Sólborg v/Norðurslóð og er öllum opið án endurgjalds.  

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga 2015

Fljótsdalshérað boðar til landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga 8. - 9. október n.k.  Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða málin, fræðast og fá góðar hugmyndir.