Fréttir

Jafnrétti árið 2050?

Kynjakvótar hafa gagnast fleiri körlum en konum í prófkjörum flokkanna í ár, en þó eru líkur á því að konum á þingi muni fjölga eitthvað eftir Alþingiskosningarnar í næsta mánuði. Konur bjóða sig síður fram í prófkjörum en karlar og skiptar skoðanir eru um það hvort að prófkjörsformið sé aðlaðandi fyrir konur. Þetta var á meðal þess sem kom fram á hádegisfundi Jafnréttisstofu um stöðu og tækifæri kvenna í stjórnmálum sem haldinn var á Hótel KEA í dag.

Hádegisfundir í dag 9. mars

Jafnréttisstofa stendur fyrir hádegisfundum í dag á Akureyri og í Reykjavík í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars sl.

Samþætting náms og einkalífs: Fjölskyldustefna fyrir alla?

Mánudaginn 9. mars mun Guðný Björk Eydal, dósent í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands, fjalla um samþættingu náms og einkalífs. Erindið er hluti af fyrirlestraröð jafnréttisnefndar Háskóla Íslands um fjölskyldumál og jafnrétti. 

Stígamót 19 ára

Stígamót fagna 19 ára afmæli sínu næstkomandi föstudag 6. mars frá kl. 14-16.

Viðburðir á Akureyri í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna er þann 8. mars. Af því tilefni standa Jafnréttisstofa og Akureyrarakademían fyrir leiklestri í Deiglunni þann dag og Jafnréttisstofa býður jafnframt til hádegisfundar um stöðu kvenna í stjórnmálum mánudaginn 9. mars.

Með jafnrétti að leiðarljósi - uppbygging í allra þágu

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða Jafnréttisstofa, Jafnréttisráð, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ og SSF til fundar á Grand Hótel Reykjavík þann 9. mars kl. 11:45.

Hugmyndamarkaður

Samstarfshópurinn ALLAR HEIMSINS KONUR stendur fyrir hugmyndamarkaði föstudaginn 6. mars þar sem kynnt verður sú þjónusta og verkefni sem verið er að vinna að til að  auðvelda aðgang kvenna af erlendum uppruna og fjölskyldum þeirra að íslensku samfélagi.

Nýir jafnréttisfulltrúar lögreglunnar fræðast um jafnréttismál

Ný skipan jafnréttismála hjá lögreglunni tók gildi í byrjun þessa mánaðar og samkvæmt nýrri jafnréttis- og framkvæmdaáætlun Ríkislögreglustjóra tilnefna lögreglustjórar um allt land jafnréttisfulltrúa síns embættis, auk þess sem skipuð hefur verið jafnréttisnefnd lögreglunnar á landsvísu. Þessir fulltrúar ásamt lögreglustjórum sitja í dag námskeið um jafnréttismál, þar sem starfsmenn Jafnréttisstofu sjá meðal annars um fræðsluna.

Kynjaverur í heimsókn

Öskudagurinn er í dag og af því tilefni sóttu ýmsar kynjaverur Jafnréttisstofu heim. Löng hefð er fyrir því hér á Akureyri að halda öskudaginn hátíðlegan og greinilegt að börnin leggja mikið upp úr vönduðum búningum og söng.

Konur sitja skemur á þingi en karlar

Konur sitja að jafnaði mun skemur á þingi en karlar. Þetta kom fram í máli Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, félags - og tryggingamálaráðherra, á fundi sem Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands héldu í tilefni konudagsins um helgina.