Fréttir

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri

Arnfríður Aðalsteinsdóttir verkefnisstjóri á Jafnréttisstofu fjallar um jafnréttisfræðslu í skólum. Jafnréttisstofa og Háskólinn á Akureyri standa fyrir fyrirlestrinum sem fer fram á morgun, miðvikudaginn 25. mars kl. 12 í stofu L 201 á Sólborg.

Seltjarnarnesbær veitir jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisnefnd Seltjarnarnesbæjar veitti Lyfjastofnun og leikskólunum Mánabrekku og Sólbrekku jafnréttisviðurkenningar við hátíðlega athöfn á Bókasafni Seltjarnarness fimmtudaginn 19. mars sl. Jafnréttisviðurkenning Seltjarnarness er veitt einu sinni á hverju kjörtímabili til þeirrar stofnunar eða fyrirtækis í bæjarfélaginu sem mest hefur unnið að framgangi jafnréttisáætlunar og/eða sýnt jafnréttismálum sérstakan áhuga í verki.

Fögur fyrirheit: Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna í 30 ár

Þann 27. mars verður haldið málþing í tilefni þess að 30 ár eru nú liðin frá því að Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna tók gildi. Málþingið ber yfirskriftina Fögur fyrirheit og verður haldið í Gyllta salnum á Hótel Borg kl. 14-16.

Jafnréttisstofa gefur út skýrslu um kynbundið ofbeldi

Jafnréttisstofa hefur gefið út skýrslu um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu hvað varðar upprætingu ofbeldis gegn konum.

Aðgerðaráætlun gegn mansali

Í nýrri aðgerðaáætlun gegn mansali, sem ríkisstjórn Íslands samþykkti í gær, eru lagðar til aðgerðir sem miða að því að sækja gerendur til saka, auka aðstoð við þolendur og tryggja vernd þeirra. Þá stendur til að breyta almennum hegningarlögum þannig að kaup á vændi verði gert refsivert.

Málstofa um þróunarverkefni í leikskólastarfi

Málstofa verður í Háskólanum á Akureyri - kennaraskor, Þingvallastræti 23 í stofu 14 í dag, miðvikudaginn 18. mars kl. 16:15 - 17:00. Þar kynnir Maríanna G. Einarsdóttir leikskólastjóri þróunarverkefnið "Getur strákur verið Rauðhetta?" sem er kynjajafnréttisverkefni leikskólans Smárahvamms í Kópavogi. Leikskólinn er einn af tíu leik- og grunnskólum sem taka þátt í verkefninu "Jafnrétti í skólum, það læra börnin sem fyrir þeim er haft".

Kvartað vegna nefndaskipunar og bankaráða

Jafnréttisstofu hafa borist formlegar kvartanir vegna skipana í bankaráð Seðlabankans og Nýja Kaupþings, þar sem óskað hefur verið eftir því að Jafnréttisstofa kanni lögmæti þessara skipana. Einnig hefur borist sambærileg kvörtun vegna skipunar nýrrar stjórnarskrárnefndar.

Kyn og loftslagsbreytingar

Konur og karlar bera jafnmikla ábyrgð á því að skapa sjálfbæran heim. Þess vegna leggja Norðurlönd áherslu á jafnrétti kynja í loftslagsviðræðum Sameinuðu þjóðanna. Fimmtudaginn 5. mars hélt Norræna ráðherranefndin námstefnu um jafnrétti og loftslagsbreytingar á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í New York, en þátttakendur voru alls staðar að úr heiminum. Áhugaverð skýrsla var gefin út í tengslum við fundinn.

„Ég vildi ekki akta á þetta“

Mánudaginn 16. mars mun Ingólfur V. Gíslason, lektor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fjalla um samskipti karla og kvenna í fjölskyldum nútímans.

Grunnskólanemum gefið jafnréttisdagatal

Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hitti 12 ára nemendur í Langholtsskóla á föstudag og afhenti þeim eintak af Jafnréttisdagatali sem ráðuneytið útbjó ásamt Jafnréttisstofu, Kópavogsbæ og Fljótsdalshéraði.