Fréttir

Mansal - Líka á Íslandi

Rauði kross Íslands og Rannsóknarstofa í Kvenna- og kynjafræðum (RIKK) kynna nýja rannsókn um eðli og umfang mansals á Íslandi þann 2. september næstkomandi. Um er að ræða fyrstu rannsókn á þessu sviði hér á landi. Samkvæmt henni fer því fjarri að Ísland sé einungis gegnumstreymisland fyrir fórnarlömb mansals eins og margir hafa talið heldur einnig móttökuland þar sem tugir einstaklinga dvelja hér til lengri eða skemmri tíma.

Jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar

Árleg jafnréttisviðurkenning Kópavogsbæjar verður afhent mánudaginn 31. ágúst í forrými Salarins og hefst dagskráin kl. 16:00.

Kyn og kreppa

Hvernig nýtum við kreppuna til aukins kynjajafnréttis? Norræn ráðstefna Kvenréttindafélags Íslands um kyn og kreppu verður haldin laugardaginn 26. september nk. á Grand Hóteli í Reykjavík kl. 10.00-17.00.

Jafnréttisfræðsla fyrir kennara

Jafnréttisstofa býður upp á starfsdagspakka fyrir starfandi kennara og starfsfólk skóla, einnig eru í boði styttri námskeið og fyrirlestrar.

Norræn ráðstefna um jafnréttisfræðslu í skólum

Norræn ráðsstefna um jafnréttisfræðslu í skólum verður haldin 21. – 22. september n.k. á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Á ráðstefnunni verða fyrirmyndarverkefni Norðurlandanna á sviði jafnréttisstarfs í skólum kynnt. Lögð verður áhersla á efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi. Ráðstefnan sem er öllum opin er kjörin vettvangur fyrir skólafólk, foreldra, fræðimenn, stjórnmálamenn og alla þá sem vilja fræða og fræðast um jafnrétti í námi og starfi. Á ráðstefnunni verður lögð áhersla á að kynna efni sem veitt getur innblástur til góðra verka í jafnréttismálum í bland við fræðileg erindi.

Jafnrétti kynjanna í skólum og lögum

Það eru 2000 færri konur en karlar í Færeyjum. Konur fluttu ekki til baka eftir kreppuna á tíunda áratug síðustu aldar. Hvers vegna og hvernig er hægt að fá þær heim? Það er spurning sem færeysk stjórnvöld glíma við. Þetta kom fram á tveggja daga námstefnu sem íslensk stjórnvöld stóðu fyrir í Færeyjum 3.-4. júní og var hún hluti af formennskuáætlun Íslands í jafnréttismálum en Ísland stýrir nú starfi Norrænu ráðherranefndarinnar.

Góð þátttaka í Kvennasögugöngu

Konur og karlar fjölmenntu í Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri þann 19. júní síðastliðinn en um hundrað manns tóku þátt í göngunni.

Til hamingju með daginn!

Í dag eru liðin 94 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í tilefni dagsins er boðið upp á fjölbreytta dagskrá.

Konur á rauðum sokkum

Heimildamyndin „Konur á rauðum sokkum“ verður sýnd í Regnboganum 19. júní. Þessi fróðlega og skemmtilega mynd Höllu Kristínar Einarsdóttur um rauðsokkahreyfinguna hlaut áhorfendaverðlaunin á Skjaldborgarhátíðinni nýlega.

Kvennasöguganga um innbæinn á Akureyri

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru liðin 94 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Í tilefni dagsins verður boðið upp á Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Gengið verður frá Samkomuhúsinu kl.16.15 og mun Elín Antonsdóttir leiða gönguna.