Fréttir

Félagasamtök fagna samþykkt vændisfrumvarps

Kvenréttindafélag Íslands, Femínistafélag Íslands og Zontasamband Íslands hafa sent frá sér ályktanir þar sem félögin fagna því að á Alþingi hafi verið samþykkt lög sem gera kaup á vændi refsiverð. Leggja félögin áherslu á það að vændi sé ein tegund kynferðislegs ofbeldis og að með lagasetningunni hafi verið stigið mikilvægt skref í jafnréttismálum á Íslandi.

Jafnréttisstofa fagnar banni við kaupum á vændi

Jafnréttisstofa fagnar því að Alþingi hafi samþykkt frumvarp um breytingar á hegningarlögum, sem gerir það refsivert að kaupa vændi. Telur Jafnréttisstofa að um mikilvægt skref í jafnréttismálum sé að ræða, sem vinni gegn kynbundnu ofbeldi og mansali.

Starfshópur um aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum

Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem leggja á fram tillögur um aðgerðir stjórnvalda til að jafna betur stöðu kynjanna í sveitarstjórnum við næstu sveitarstjórnarkosningar árið 2010. Starfshópurinn kom saman til fyrsta fundar þann 7. apríl sl.

Menningar- og minningarsjóður kvenna

Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum vegna ársins 2009. Að þessu sinni er sjóðurinn opinn fyrir umsóknum frá atvinnulausum konum 50 ára og eldri sem hófu nám eða hyggjast hefja nám á árinu 2009.

Kynjajafnrétti á formennskuári Íslands

Á þessu ári fer Ísland með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. Félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisstofa skipuleggja og hafa umsjón með fjölda verkefna og viðburða á sviði jafnréttismála í samráði við jafnréttisnefnd Norrænu ráðherranefndarinnar og fleiri aðila.

Jafnréttisstofa vinni að auknum hlut kvenna

Alþingi hefur ályktað að Ásta R. Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, feli Jafnréttisstofu að hrinda af stað aðgerðum til að efla hlut kvenna í sveitarstjórnum. Hlutur kvenna í sveitarstjórnum hefur aukist mjög hægt, þrátt fyrir umræðu um mikilvægi þess að fjölga konum í stjórnmálum á undanförnum árum. Konur voru þannig tæp 36% allra sveitarstjórnarmanna á landinu eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar 2006. Hlutfall kvenna í nefndum, ráðum og stjórnum sveitarstjórnarmanna var svipað.

Tímaritshefti um áhrif kyns í PISA-rannsókninni

Nýlega kom út sérstakt hefti af tímaritinu European Educational Research Journal um efnið gender and PISA (kyngervi og PISA) sem Ingólfur Ásgeir Jóhannesson prófessor við Háskólann á Akureyri ritstýrði ásamt Almari M. Halldórssyni og Ragnari F. Ólafssyni sérfræðingum hjá Námsmatsstofnun. Í heftinu eru fjórar greinar sem fjalla um hvernig hægt er að nota PISA-rannsóknina til að aukins skilnings á áhrifum kyns nemenda á nám.

Fréttatilkynning frá Jafnréttisráði

Jafnréttisráð fagnar nýrri aðgerðaáætlun gegn mansali, stefnuyfirlýsing ríkisstjórnarinnar um kynjaða hagstjórn og tilkomu Jafnréttisvakarinnar í fréttatilkynningu sinni. Einnig minnir ráðið á mikilvægi þess að stjórnvöld haldi vöku sinni og minnir á mikilvægi þess að skipa bæði karla og konur í nefndir og ráð á vegum ríkisins. Ályktunin er hér birt í heild.

Jafnrétti í Háskóla Íslands: Alvörumál eða óþarfa vesen?

Jafnréttismál í Háskóla Íslands verða rædd á málþingi sem ber yfirskriftina „Jafnrétti í Háskóla Íslands: Alvörumál eða óþarfa vesen?“ Málþingið fer fram föstudaginn 3. apríl og hefst kl. 13.

Ráðstefnan "Fögur fyrirheit"

Þann 27. mars verður haldin ráðstefna um kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna undir yfirskriftinni „Fögur fyrirheit: Kvennasáttmáli SÞ 30 ára”. Varpað verður ljósi á ýmsar hliðar sáttmálans, m.a. mismunandi möguleika til að nýta hann betur til að rétta hlut kvenna. Rachael Lorne Johnstone, lektor við Háskólann á Akureyri, ræðir t.d. möguleika þess að nota kvennasáttmálann til að sporna gegn heimilisofbeldi.