Fréttir

Fjölgum konum í forystu atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins telja bæði nauðsynlegt og skynsamlegt að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs og hvetja því fyrirtæki til að nýta betur kraft kvenna.

Kannanir um ofbeldi gegn konum í nánum samböndum

Góð mæting var á kynningarfund um niðurstöður kannana hjá félagsþjónustu/barnavernd og grunnskólum um ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum sem fór fram í Iðnó í gær.

Nýtt Jafnréttisráð skipað

Árni Páll Árnason, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur skipað nýtt Jafnréttisráð og er Þórhildur Þorleifsdóttir formaður þess. Hlutverk Jafnréttisráðs er að stuðla að jafnri stöðu og jöfnum rétti kvenna og karla á vinnumarkaði, veita stjórnvöldum ráðgjöf og gera tillögur til félags- og tryggingamálaráðherra um aðgerðir á þessu sviði.

Undirritun Evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum og héruðum

Eitt sveitarfélag bætist í hóp þeirra sveitarfélaga sem hafa undirritað Evrópusáttmála um jafna stöðu karla og kvenna í sveitarfélögum og héruðum.

Foreldraorlof - umönnunarstefna og staða kynjanna á Norðurlöndum

Á ráðstefnunni verður kynnt samnorræn rannsókn sem hafin er á umönnunarstefnu, kynjajafnrétti og líðan barna. Í rannsókninni er meðal annars leitað svara við því hvernig fæðingarorlofsréttur er nýttur og hvaða áhrif það hefur á samband foreldra og barna og stöðu kynja á vinnumarkaði.

Staða kynjanna í kreppunni

Erindið sem nefnist ,,Staða kynjanna í kreppunni - samtal um jafnréttismál" er hluti af fyrirlestrarröð akademíunnar 2009 til 2010. Að erindi loknu er boðið upp á samtal yfir kaffibolla. Allir eru velkomnir og þátttaka ókeypis.Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir fyrrum félags- og tryggingamálaráðherra skipaði, í ársbyrjun 2009, vinnuhóp um áhrif efnahagsbreytinga á stöðu kynjanna. Vinnuhópurinn skilaði áfangaskýrslu í lok mars þar sem tilgreindir eru málaflokkar og svið sem sérstaklega þarf að gaumgæfa.Í erindi sínu mun Tryggvi gera grein fyrir niðurstöðum vinnuhópsins og kynna aðferðafræði kynjasamþættingar með áherslu á afleiðingar kreppunnar.

Vel heppnuð málstofa um staðalímyndir á Akureyri

Jafnréttisstofa stóð fyrir málstofu  um átakið „Afnemum staðalímyndir kynjanna, leyfum hæfileikunum að njóta sín“ á hótel KEA fimmtudaginn 1. október sl. Málstofan  hófst með kynningu á átakinu sem er samstarfsverkefni 27 aðildarríkja Evrópusambandsins auk Noregs og Íslands. Haldnar eru málstofur í þessum löndum fyrir starfsmenn verslunarráða, viðskipta- og fagsamtaka, stjórnendur, mannauðsstjóra og alla sem áhuga hafa á málefninu. Átakið tekur einnig saman og veitir sérstök þjálfunarúrræði til að nýta betur og með skilvirkari hætti hæfileika einstakra starfsmanna innan fyrirtækja og stofnana.

Jafnréttistorg í Háskólanum á Akureyri

Miðvikudaginn 7. október flytur Auður Styrkársdóttir erindi á jafnréttistorgi undir yfirskriftinni Kyn og völd. Torgið hefst kl. 12:00 í stofu L201

Innan áru kynjajafnréttis: Vinnumenning, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð

Föstudaginn 9. október fer fram doktorsvörn við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Þá ver Gyða Margrét Pétursdóttir félags- og kynjafræðingur doktorsritgerð sína ‘Within the Aura of Gender Equality: Icelandic work cultures, gender relations and family responsibility’ (Innan áru kynjajafnréttis: Vinnumenning, kynjatengsl og fjölskylduábyrgð).

Kafli um kynjaða hagstjórn í fjármálafrumvarpinu

Í fjármálafrumvarpinu fyrir árið 2010 er sérstakur kafli um kynjaða hagstjórn. Í honum kemur fram að það sé skýr stefna stjórnvalda að taka upp kynjasamþættingu við fjárlagagerð og að samþætta beri stefnu í jafnréttismálum og stefnu í efnahagsmálum.