Fréttir

Viðurkenning Jafnréttisráðs

Jafnréttisráð hefur ákveðið að veita kvennalandsliðinu í fótbolta viðurkenningu ráðsins árið 2009. Meginröksemd fyrir þessari ákvörðun Jafnréttisráðs er það fordæmisgildi sem starf og árangur kvennalandsliðsins hefur og er stúlkum mikil hvatning og fyrirmynd.

The Global Crisis, Transnational Reconfigurations, and Local Contexts

Næstkomandi laugardag 14. nóvember, verður haldið málþing á vegum EDDU - öndvegisseturs undir yfirskriftinni: The Global Crisis, Transnational Reconfigurations, and Local Contexts

Ráðstefna um kyn og völd á Norðurlöndum

Norræna embættismannanefndin um jafnréttismál og norræna kvenna- og kynjarannsóknastofnunin (NIKK) bjóða til ráðstefnu um kyn og völd á Norðurlöndum á Grand Hótel Reykjavík dagana 18.-19. nóvember 2009.

Kynjuð fjárlagagerð. Hvað er það?

Dagskrá ráðstefnunnar um Kynjaða fjárlagagerð er nú aðgengileg. Fer hún fram á Hótel Nordica, 13 nóvember og er skráning í fullum gangi. Ráðstefnan er sérstaklega ætluð forstöðumönnum ríkisstofnana, skrifstofu- og ráðuneytisstjórum, fulltrúum í fjárlaganefnd, fjármálastjórum, þingmönnum og ráðherrum, embættismönnum í norrænu samstarfi og sérfræðingum um jafnréttismál.

Sýnileiki kvenna í fjölmiðlum á kosningaári

KRFÍ stendur fyrir súpufundi á Hallveigarstöðum, í dag 5. nóvember kl. 12.00-13.00 undir yfirskriftinni: Sýnileiki kvenna í fjölmiðlum á kosningaári. Stutt erindi flytja Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og Svanhildur Kaaber, formaður stjórnar Ríkisútvarpsins.

Konur á rauðum sokkum

Sjónvarpið sýnir á morgun heimildarmyndina Konur á rauðum sokkum. Myndin fjallar um hina íslensku rauðsokkahreyfingu er starfaði allan áttunda áratuginn.

Ráðstefna um kynjaða fjárlagagerð

Kynjuð fjárlagagerð er flestum framandi hugtak enn sem komið er og á ráðstefnunni verður leitast við að skýra út hugmyndafræðina og aðferðirnar sem hún byggir á. Meðal annars verður skoðað hvaða áhrif ákvarðanir um ríkisútgjöld hafa á kynin. Ráðstefnan fer fram á Hótel Nordica, 13 nóvember.

Morgunverðarfundur um aðgerðir gegn mansali

Utanríkisráðuneytið í samvinnu við dómsmála- og mannréttindaráðuneytið stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um hina alþjóðlegu baráttu gegn mansali föstudaginn 30. október 2009 í tilefni af komu Evu Biaudet mansalsfulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu til Íslands. Morgunverðarfundurinn er haldinn í gyllta salnum á Hótel Borg kl. 9:00 og lýkur eigi síðar en kl. 11:00. Fundurinn fer fram á ensku, er öllum opinn og aðgangur ókeypis.

Tillögur starfshóps um aukinn hlut kvenna í sveitarstjórnum

Starfshópur samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um aðgerðir til að jafna betur stöðu kynja í sveitarstjórnum leggur meðal annars til að ráðuneytið skipuleggi hvatningarátak, boði til samráðs við stjórnmálaflokka um fjölgun kvenna og að framboðslisti verði aðeins heimilaður að hlutfall kynja sé jafnt.

Hádegisverðarfundur á Akureyri í tilefni kvennafrídagsins

Í tilefni af kvennafrídeginum 24. október bjóða Akureyrarbær og Jafnréttisstofa til hádegisverðarfundar á Hótel Kea föstudaginn, 23. október.