Fréttir

Kvennafrídagurinn

Í dag er Kvennafrídagurinn og munu konur um allt land leggja niður störf kl. 14:25. Á þeim tíma vinnudagsins hafa konur að jafnaði unnið fyrir launum sínum miðað við hlutfallsleg laun þeirra af launum karla. Í ár er dagurinn tileinkaður baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi. Jafnréttisstofa hvetur allar konur til að taka þátt og klæða sig vel.

Karlar sýna lit

Í tilefni af Kvennafrídeginum 25. október ætla karlar á Ísafirði og víðar á landinu að sýna að þeir styðji jafnréttisbaráttuna með því að klæðast einhverju rauðu þennan dag, hvort sem það er rautt bindi, hatti, bol, skyrtu eða einhverju öðru. Þetta gera þeir undir slagorðinu „Karlar sýna lit“. Er það liður í átaki sem Skotturnar á norðanverðum Vestfjörðum hafa hrint úr vör. „Í umræðu, aðgerðum og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna hafa karlar oft verið lítt sýnilegir. Þetta er þó ekki til marks um að karlmenn styðji ekki almennt jafnréttisbaráttuna. Þvert á móti eru langflestir karlmenn jafnréttissinnar og vilja leggja sitt að mörkum að byggja upp réttlátt og sanngjarnt þjóðfélag,“ segir Matthildur Helgadóttir Jónudóttir ein af Skottunum.

Hvar eru konurnar?

Þann 14. október sl. flutti Dr. Cynthia Enloe, stjórnmálafræðingur og rannsóknaprófessor við Clark háskóla í Bandaríkjunum erindi í Háskóla Íslands um stöðu kvenna og styrjaldir.

Skólarnir gegna lykilhlutverki

Mikilvægt er að skólayfirvöld og skólastjórnendur séu vel upplýstir varðandi tilgang jafnréttisstarfs í skólum. Það eru þeir sem bera ábyrgð á því að farið sé að lögum og jafnréttisstarf og jafnréttisfræðsla innleidd í allt skólastarf.

Alþjóðlega ráðstefna um kynferðisofbeldi

Skotturnar – samstarfsvettvangur Kvennahreyfingarinnar bjóða til alþjóðlegrar rástefnu um ofbeldi í Háskólabíói á sunnudaginn. Mikill metnaður var lagður í dagskrána og virtu og mikilvægu fólki boðið heim frá S-Afríku, Indlandi, Mexikó, Norður Ameríku og Evrópu. Á meðal þeirra er umboðskona Sameinuðu þjóðana í ofbeldismálum gegn konum Rashida Manjoo, hæst setta kona í heiminum í málaflokknum. Knut Storberget dómsmálaráðherra Noregs flytur erindi, en hann er félagi í karlleiðtogahópi Ban Ki moon sem hefur skuldbundið sig til þess að setja vinnuna gegn ofbeldi í forgang.

Kröfuspjöld fyrir Kvennafrídaginn

Skotturnar bjóða öllum áhugasömum að koma á Hallveigarstaði, mánudaginn 18. október milli klukkan 16.00 og 20.00 að mála kröfuspjöld fyrir gönguna á Kvennafrídaginn! Efniviður (spjöld, málning, penslar og fleira) verður á staðnum og kaffi á boðstólnum.

Setjum upp kynjagleraugun

Á föstudag og laugardag selja Skottur kynjagleraugun. Ágóðanum verður varið til þess að efla þjónustu við fólk sem beitt hefur verið kynferðisofbeldi.

Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu

Jafnréttisstofa er 10 ára í ár og hélt afmælisráðstefnu í september í Ketilhúsinu á Akureyri að því tilefni.  Ráðstefnan var mjög vel sótt en á annað hundrað manns þáðu ráðstefnuboð Jafnréttisstofu.

Rástefnan Æskan - rödd framtíðar

Ráðstefnan Æskan- rödd framtíðar verður haldin á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík dagana 28. - 29. október 2010.

Námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð

Mánudaginn 18. október næstkomandi kl. 9 – 12 verður haldin námsstefna í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð á Hótel Nordica. Á námsstefnunni mun Dr. Elisabeth Klatzer, sérfræðingur í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, miðla af reynslu sinni. Hún starfar m.a. sem ráðgjafi í kynjasamþættingu hjá austurríska kanslaraembættinu og hefur tekið þátt í fjölmörgum tilraunaverkefnum í kynjaðri hagstjórn og fjárlagagerð, bæði hjá ríki og sveitarfélögum. Doktorsritgerð hennar í hagfræði fjallaði um aðferðir og reynslu alþjóðasamfélagsins af kynjaðri hagstjórn.