Fréttir

Safnaskottur - Dagskrárveisla

Listasafn Reykjavíkur og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi hafa ruglað saman reitum og skipulagt dagskrárveislu sem verður nokkurs konar upptaktur fyrir kvennafrídaginn 25. október. Margar af fremstu listakonum landsins koma fram í dagskrá sem fram fer á Kjarvalsstöðum daglega frá kl. 12:30 - 13:00. Meðal listamanna má nefna Lay Low, Margréti Eir, Hildar Hákonardóttur, Þórunni Ernu Clausen auk trúða, pörupilta og fleiri. Umgjörð viðburðanna er hið heimilislega horn í sýningunni Með viljann að vopni, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum.

Með viljann að vopni

Þann 4. september til 7. nóvember verður sýningin Með viljann að vopni - Endurlit 1970 - 1980 á Kjarvalsstöðum. Á sýningunni er megin áherslan lögð á áttunda áratug síðustu aldar, sem var fyrir margra hluta sakir viðburðaríkur á ýmsum sviðum íslensks samfélags, jafnt efnahagslega sem félags- og menningarlega. Oft er skírskotað til hans sem „kvennaáratugarins“ en nýja kvennahreyfingin, sem nefnd hefur verið önnur bylgja femínisma og laust niður sem eldingu austan hafs og vestan, barst einnig til Íslands og fór af stað á fullri ferð. Á sýningunni er litið aftur til áranna 1970-1980 en sýnendurnir tuttugu og sjö eiga það sameiginlegt að vera meðal þeirra fjölmörgu, íslensku kvenna sem þá störfuðu að myndlist. Margar þeirra komust til þroska í andrúmi þessa tíma, þótt aðrar hafi þá þegar verið mótaðar.

Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi

Skotturnar, regnhlífasamtök 20 íslenskra kvennasamtaka halda ráðstefnu um kynferðisofbeldi Háskólabíói við Hagatorg þann 24.okt. 2010 frá kl. 10 – 17.

Ályktun KRFí og Verndar um aðstæður kvenfanga

Kvenréttindafélag Íslands og Vernd – fangahjálp, vilja í sameiningu vekja athygli á því að aðstæður kvenfanga eru mun lakari en karlfanga. Fyrir það fyrsta er einungis eitt fangelsi í boði fyrir kvenfanga, Kvennafangelsið í Kópavogi, þar sem þrengsli eru mikil. Kvenfangar eiga ekki kost á vistun í opnu fangelsi líkt og karlfangar og möguleikar kvenna til framhalds- og starfsnáms á meðan betrunarvist þeirra stendur, eru mun lakari en karlanna. Auk þess gefast kvenföngum ekki sömu tækifæri til að stunda vinnu samhliða afplánun og karlföngum.

Ástir og átök

Föstudaginn 1. október verður haldið málþing um ástir og átök kvennabaráttunnar á Íslandi, í stofu 132 Öskju, kl. 14.00-16.00. Samstarfsaðilar um málþingið eru Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum (RIKK) og Skotturnar, regnhlífasamtök kvennahreyfingarinnar á Íslandi. Tilefnið er Kvennafrídagurinn sem haldinn verður í þriðja sinn þann 25. október 2010.

Alþjóðleg ráðstefna um jafnrétti og bann við mismunun

Lagadeild Háskóla Íslands stendur fyrir ráðstefnu um jafnrétti og bann við mismunun í samvinnu við Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ráðstefnan fer fram í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafns Íslands dagana 26. og 27. október nk.

Jafnréttisviðurkenning 2010

Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2010. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs er þema Jafnréttisráðs árið 2010. Því verður sérstaklega horft til þátta sem kynnu að snerta þemað. Jafnréttisráð vonast eftir tilnefningum sem víðast að og minnir á nauðsyn þess að vekja athygli á verkum eða aðgerðum í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja þannig til frekari dáða.

Rannsóknir á ofbeldi í nánum samböndum

Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við Háskóla Íslands hefur gefið út tvær skýrslur þar sem greint er frá niðurstöðum tveggja rannsókna sem stofnunin vann fyrir félags- og tryggingamálaráðuneytið. Rannsóknirnar eru hluti af aðgerðaáætlun til að sporna við ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum. Niðurstöður voru kynntar í gær.

Ályktanir landsfundar jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaganna var haldinn á Akureyri dagana 10.-11. september. Þátttaka á fundinum var góð en fulltrúar frá 17 sveitarfélögum tóku þátt í dagskránni. Fundurinn sendi frá sér eftirfarandi ályktanir.

Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni!

Þorgerður Einarsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir fjalla um kynjagreiningu rannsóknarskýrslunnar í opnum fyrirlestri:  “Skál fyrir genunum, peningunum og framtíðinni! - Kynjagreining á Skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis". Í fyrirlestrinum er greint frá niðurstöðum kynjafræðilegrar greiningar á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis sem gerð var að beiðni þingmannanefndar sem fjallaði um skýrsluna. Rætt er um hvernig samfélagslegar og menningarbundnar hugmyndir og orðræða um kyn, karlmennsku og kvenleika, léku stórt hlutverk í þeirri atburðaráðs sem leiddi til hrunsins.