Fréttir

Fyrirlestraröð um konur í Reykjavík á 19. öld

Þriðjudaginn 18. janúar hefst fyrirlestraröð Minjasafns Reykjavíkur þar sem fjallað eru um konur í Reykjavík á 19. öld frá margvíslegum sjónarhornum. Fyrsta fyrirlesturinn flytur Ólöf Garðarsdóttir prófessor og nefnist hann „Hvernig varpa hagtölur ljósi á líf kvenna?"

Jafnréttismál mikilvæg hjá þriðja hverjum frambjóðanda

Þrátt fyrir að jafnréttismál hafi ekki verið áberandi í stjórnlagaþingskosningunum voru þau mikilvægur hluti í stefnumörkun og málflutningi meira en þriðja hvers frambjóðanda. Þetta kemur fram í könnun sem Birgir Guðmundsson við félagsvísindadeild Háskólans á Akureyri gerði fyrir stjórnlagaþingskosningarnar með stuðningi frá Jafnréttisráði. Í skýrslu um rannsóknina segir að „málaflokkurinn skipti augljóslega umtalsverðu máli hjá það stórum hópi frambjóðenda að nær ómögulegt er annað en að hann verði tekinn upp á stjórnlagaþinginu sjálfu.“