Fréttir

Skýrsla um áhrif efnahagshrunsins á velferð kvenna

Samantekt á opinberum tölulegum gögnum um áhrif efnahagshrunsins á velferð kvenna er komin út. Skýrslan "Konur í kreppu?" var unnin fyrir stýrihóp velferðarvaktarinnar sem skipaður er af velferðarráðherra.

Vitið þér enn eða hvað?

Dagana 19.-21. júní verður haldin norræn ráðstefna/fólkvangur á Akureyri undir heitinu Við þér enn eða hvað? Samtal um rætur. Þar verður fjallað um norrænar, keltneskar, samískar og grænlenskar rætur. Markmiðið er að skapa frjótt samtal um menningararfinn, kvenlægar rætur og skapandi framtíðarsýn, milli fræða, lista og iðju kvenna og karla frá ólíkum menningarsvæðum.

Kyngervi raunvísinda - Hádegismálþing 18. mars

Á morgun, föstudaginn 18. mars, verður haldið málþing um niðurstöður rannsókna á aðstæðum og upplifun kvenna í fjórum greinum á Verkfræði- og náttúruvísindasviði HÍ, kl. 12-13.30 í stofu 152 í VR II.

Gögn frá Jafnréttisþingi nú aðgengileg

Nú hefur velferðarráðuneytið birt glærur fyrirlesara á Jafnréttisþingi á heimasíðu sinni. Einnig er skýrsla velferðarráðherra um stöðu og þróun jafnréttismála aðgengileg rafrænt. Hægt er að panta eintak hjá ráðuneytinu og fá það sent.

Lánatryggingasjóður kvenna endurvakinn

Þann 8. mars undirrituðu Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra, Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík samkomulag um lánatryggingasjóð kvenna. Hlutverk sjóðsins er að styðja konur til þátttöku og nýsköpunar í atvinnulífinu með veitingu ábyrgða á lánum.

Dagskrá á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og af því tilefni hvetur Jafnréttisstofa alla til að kynna sér viðburði dagsins. Í boði er fjölbreytt dagskrá  um jafnréttismál. 

Er þetta allt að koma?

Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður boðað til hádegisfundar á Akureyri þar sem rætt verður um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði, launajafnrétti og aðgerðir sem geta stuðlað að jafnrétti kynjanna.  Fundurinn fer fram á hótel KEA frá kl. 12-13:30.

Niðurskurður í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar

Undanfarna daga hafa Jafnréttisstofu borist fjölmargar ábendingar og athugasemdir vegna fyrirhugaðra sparnaðaraðgerða Reykjavíkurborgar innan leik- og grunnskóla borgarinnar.

Staða konunnar er laus til umsóknar

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 8. mars verður haldinn hádegisfundur með yfirskriftina Staða konunnar er laus til umsóknar – Jafnrétti úr viðjum vanans! Fundurinn er á Grand Hótel Reykjavík og hefst kl. 11:45.

Stofnun SÞ um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna tekur formlega til starfa

Stofnun Sameinuðu þjóðanna um kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna, UN Women, tók formlega til starfa þann 24.febrúar sl. Af því tilefni var efnt til sérstakrar dagskrár í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York, en þar fer nú fram 55. fundur Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna. Í tillögu til þingsályktunar um alþjóðlega þróunarsamvinnu, sem utanríkisráðherra mælti fyrir á Alþingi 17. febrúar sl., er sérstök áhersla lögð á jafnréttismál sem þverlægt áherslusvið og UN Women tilgreind sem ein fjögurra lykilstofnana í þróunarstarfi Íslands.