Fréttir

Er kynjum gert jafn hátt undir höfði í námsbókum?

Allt frá 1976 hefur verið ólöglegt að hanna og nota kennsluefni sem mismunar kynjunum á einhvern hátt, en mjög lítil umræða hefur verið um hvort og hvernig hefur verið fylgst með því að þetta lagaákvæði sé virt og hvort eldra kennsluefni er tekið til mats að þessu leyti og þá hvernig. Í vetur sendi Jafnréttisstofa mennta-og menningarmálaráðuneytinu bréf þar sem ráðuneytið var minnt á eftirlitsskyldu þess varðandi útgáfu námsbóka skv. 23. grein jafnréttislaga.

Ný skýrsla UN Women

Ný skýrsla UN Women um stöðu kvenna í heiminum er komin út. Skýrslan er sú fimmta í skýrsluröðinni, Progress of the World’s Women, og ber yfirskriftina „In Pursuit of Justice“. Í skýrslunni er að finna úttekt á stöðu kvenna og réttindum þeirra í heiminum.

Í framtíðarlandinu - glærur og erindi

Jafnréttisstofa efndi til málstofu á ráðstefnunni Vitið þér enn eða hvað? sem fram fór á Akureyri í júní sl. Í málstofunni var fjallað um sýn fólks á framtíðarlandið, hvert við viljum stefna og hvaða áhrif loftslagsbreytingar og aðgerðir til að draga úr þeim hafa á mótun framtíðarsamfélagsins? Kristín Vala Ragnarsdóttir, forseti verkfræði- og náttúruvísindasviðs H.Í., Hlynur Hallsson, listamaður og Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu fluttu erindi en síðan fóru fram hringborðsumræður með þátttöku allra málstofugesta.

Fræðikonan og aðgerðasinninn Vandana Shiva í Háskólabíói

Vandana Shiva sem er heimsþekkt fyrir störf sín í þágu sjálfbærrar þróunar, umhverfis og mannréttinda mun halda opinn fyrirlestur kl. 17 þann 29. ágúst nk. í Háskólabíói. Vandana Shiva er einn af þekktustu talsmönnum umhverfisfemínisma í heiminum og lítur svo á að kapítalisminn og feðraveldið séu tengd órjúfanlegum böndum, þ.e. að það sé sama menning sem viðhaldi yfirráðum karla í samfélaginu og sem stuðlar að ofnýtingu náttúrunnar og umhverfisspjöllum stórfyrirtækja. Fyrirlestur hennar er öllum opinn án endurgjalds.

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga verður haldinn dagana 9.-10. september nk. í Kópavogi. Landsfundur jafnréttisnefnda er haldinn árlega og er kjörinn vettvangur fyrir fólk sem vinnur að jafnréttismálum innan sveitarfélaga til að koma saman og ræða helstu þætti jafnréttisstarfsins og kynna sér hvað er efst á baugi í öðrum sveitarfélögum.

Ársskýrsla Jafnréttisstofu

Ársskýrsla Jafnréttisstofu um starfsárið 2010 er nú komin út. Í henni má finna yfirlit yfir helstu verkefni Jafnréttisstofu og þær áherslur sem lagðar voru í jafnréttismálum á umræddu tímabili. Starfsemi Jafnréttisstofu er margþætt og verkefni sem unnin voru á hennar vegum á árinu sýna það glöggt. Af þeim ber helst að nefna 10 ára afmæli Jafnréttisstofu, fjölbreytta útgáfu, kynningarstarf um jafnréttismál fyrir sveitastjórnakosningarnar, fræðslu fyrir starfsfólk félagsþjónustunnar og almenning um kynbundið ofbeldi auk fjölda námskeiða um kynjasamþættingu og kynjaða hagsstjórn og fjárlagagerð.

Að rekast á glerþakið

Þriðjudaginn 21. júní heldur dr. Kelly Coate, fræðimaður við National University of Ireland í Galway á Írlandi, fyrirlestur um starfsframa kvenna innan írska fræðaheimsins sem hún kallar 'Hitting the glass ceiling: a study of the barriers to academic women's career progression in Irish higher education'.  Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi kl. 12-13 og fer fram á ensku.

Kvennasöguganga um innbæinn Akureyri 19.júní

Þann 19. júní 1915 fengu íslenskar konur 40 ára og eldri kosningarétt og kjörgengi til alþingis. Baráttan hafði staðið frá árinu 1885 þó fyrsta opinbera krafan um kosningarétt kvenna hafi ekki komið fram fyrr en árið 1895. Í ár eru liðin 96 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Í tilefni dagsins verður boðið upp á Kvennasögugöngu um innbæinn á Akureyri. Gengið verður frá Minjasafninu kl.10:30 og mun Sigrún B. Óladóttir,leiðsögumaður leiða gönguna.

Í framtíðarlandinu-Hvernig á jafnréttissamfélagið að líta út?

Jafnréttisstofa býður upp á málstofu á ráðstefnunni Vitið þér enn eða hvað?-samtal um rætur, mánudaginn 20. júní kl. 16.00-18.00 í Akureyrarakademíunni, Þórunnarstræti 99 á Akureyri.

Drögum tjöldin frá!

Jafnréttisstofa, Velferðarráðuneytið, Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd við HÍ og Rannsóknarmiðstöð gegn ofbeldi við HA efndu til  ráðstefnu um kynbundið ofbeldi þann 1.júní sl. sem var mjög vel sótt en rúmlega 100 manns tóku þátt í ráðstefnunni. Sjónum var beint að kynbundnu ofbeldi sem alvarlegu heilbrigðisvandamáli og fólki úr heilbrigðisstéttum var sérstaklega boðið að taka þátt í deginum.