Fréttir

Staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni – góðverk án vandkvæða?

Mikið hefur verið fjallað um staðgöngumæðrun í fjölmiðlum og víðar undanfarnar vikur. Á Jafnréttistorgi í Háskólanum á Akureyri, miðvikudaginn 2. febrúar kl. 12:00, munu Sigurður Kristinsson, siðfræðingur og forseti hug- og félagsvísindasviðs HA og Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, ræða nokkur álitaefni tengd staðgöngumæðrun.

Jafnréttisþing 2011

Í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða velferðarráðherra og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næstkomandi að Nordica Hilton Reykjavík klukkan 9 til 16. Hlutverk þingsins er að efna til samræðu milli stjórnvalda og þjóðar um málefni kynjajafnréttis og gefa öllum áhugasömum kost á að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda í jafnréttismálum.

Nýjar rannsóknir um ofbeldi karla gegn konum gefnar út

Niðurstöður tveggja kannana sem gerðar hafa verið í samræmi við áætlun stjórnvalda um aðgerðir gegn ofbeldi karla gegn konum í nánum samböndum voru kynntar í vikunni. Önnur fjallar um umfang ofbeldisins og hin um viðbrögð lögreglu við tilkynningum um ofbeldi karla gegn konum.

Jafnréttisþing 4. febrúar

Í samræmi við  lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla boða velferðarráðuneytið  og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 4. febrúar næstkomandi að Hilton Hótel Nordica.

Tveir fyrirlestrar

Á morgun, fimmtudaginn 27. janúar, verða tveir fyrirlestrar við Háskóla Íslands.  Ástríður Stefánsdóttir mun flytja  hádegisfyrirlestur á vegum RIKK en erindi hennar nefnist: Frelsi eða höft? Staðgöngumæðrun og staða kvenna. Á vegum Rannsóknarstofu um jafnrétti, menntun og kyngervi og Menntavísindasviðs HÍ, mun Debbie Epstein, prófessor við Cardiff-háskóla í Wales, flytja fyrirlestur sem ber yfirskriftina: Gagn-, sam- eða hingsegin? Kynferði og kynverund í breskum háskólum 1990-2010. Fyrirlestrarnir eru öllum opnir.

Opnunarmálþing

MARK er ný miðstöð margbreytileika- og kynjarannsókna á Félagsvísindasviði Háskóla Íslands og á morgun verður haldið opnunarmálþing.

Rjúfum hefðirnar-Förum nýjar leiðir

Jafnréttisstofa hefur gefið út dagatal til að vekja athygli á nauðsyn þess að rjúfa staðalmyndir kynjanna á vinnumarkaði en kynbundið starfsval er samfélagslegt vandamál sem hindrar bestu nýtingu mannauðsins og dregur úr fjölbreytni og sveigjanleika vinnumarkaðarins. Ýmsar rannsóknir benda til að kynjaskiptur vinnumarkaður sé hindrun í vegi fyrir jafnri stöðu karla og kvenna þar sem hann viðheldur m.a. launamun kynjanna en í ár eru 50 ár frá gildistöku laga um launajöfnuð kvenna og karla á Íslandi.

Öðlingurinn 2011 - átak í þágu jafnréttis

Í dag, á bóndadeginum, hefst átakið Öðlingurinn 2011, og stendur fram á konudaginn, 20. febrúar. Markmið Öðlingsins 2011 er að stuðla að opinni umræðu um jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi.

Starfshópur um aukinn þátt karla í jafnréttismálum

Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra hefur skipað starfshóp til að gera tillögur um hvernig auka megi þátttöku karla í umræðum um jafnrétti kynja og auka aðild karla að jafnréttisstarfi. Skipað er í starfshópinn í samræmi við tillögu til þingsályktunar í jafnréttismálum til fjögurra ára sem velferðarráðherra hefur lagt fram á Alþingi, þar sem lögð er fram stefna ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum árin 2011–2014.

Réttur þinn - Mikilvægar upplýsingar fyrir erlendar konur á Íslandi

Jafnréttisstofa hefur gefið út bækling með mikilvægum upplýsingum fyrir erlendar konur á Íslandi. Bæklingurinn ber nafnið Réttur þinn og er gefinn út á íslensku, ensku, pólsku, spænsku, taílensku, rússnesku og arabísku. Í honum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar varðandi íslenskt samfélag og réttarkerfi. Upplýsingar um jafnrétti kynjanna, dvalarleyfi, hjónabönd, skilnað, forsjármál, umgengnismál, fjármál, ofbeldi í nánum samböndum og hótanir. Þar má einnig finna vísanir í frekari upplýsingar um aðstoð, svo sem símanúmer, heimilisföng og heimasíður ýmissa stofnanna og félagasamtaka.