Fréttir

Ráðstefna ASÍ um jafnréttismál

Vinnumarkaðurinn og jafnréttisbaráttan - eru verðmætin í jafnréttinu falin? Jafnréttisnefnd ASÍ býður til ráðstefnu 12. nóvember 2015 kl. 10:00 – 16:00 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura Í ár eru 40 ár frá því að íslenskar konur lögðu niður störf þann 24. október til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags þeirra og krefjast bættra kjara. 60 ár eru frá því að fyrsta jafnlaunaráðstefna ASÍ var haldin, þar sem fjallað var um kjör kvenna. Í ár fagna íslenskar konur 100 ára afmæli kosningaréttar og á næsta ári fagnar Alþýðusamband Íslands 100 ára afmæli sínu.

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga á Fljótsdalshéraði

Landsfundur jafnréttisnefnda sveitarfélaga fór fram á Egilsstöðum þann 13. október sl. Dagskrá fundarins var áhugaverð og voru tæplega 30 fulltrúar sveitarfélaga mættir til að taka þátt í fundinum. Á undanförnum árum hafa landsfundir jafnréttisnefnda farið fram í ýmsum landshlutum til að létta fólki víða um land sporin á landsfundina en að ári verður landsfundur í fyrsta sinn haldinn á Norðurlandi vestra nánar tiltekið á Hvammstanga í Húnaþingi vestra.

Evrópski jafnlaunadagurinn 2015

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins vekur athygli á launamisrétti kynjanna í Evrópu þann 2. nóvember n.k. þar sem konur eru nú með rúmlega 16% lægri laun en karlar. Dagurinn er táknrænn en vegna þessa launamisréttis má segja að konur innan Evrópusambandsins vinni launalaust frá og með 2. nóvember til áramóta. 

Ályktun Jafnréttisráðs um kynja- og jafnréttisfræðslu á öllum skólastigum

Á fundi sínum þann 21.október sl. samþykkti Jafnréttisráð eftirfarandi ályktun.  Jafnrétti er ein af grunnstoðum í íslenskum leik- grunn- og framhaldsskólum. Í því ljósi leggur Jafnréttisráð ríka áherslu á að þeir skólar sem annast menntun kennara tryggi öllum kennaranemum í grunnnámi staðgóða fræðslu um jafnréttismál.  Allir kennaranemar verða að búa yfir faglegri þekkingu á jafnréttismálum, ásamt færni til að miðla og vinna með nemendum. Jafnrétti á samkvæmt lögum að vera samofið öllu skólastarfi og því verða öll störf kennara að taka mið af því og skólabragur að einkennast af jafnrétti.  Jafnréttisráð vill í þessu sambandi vekja athygli á nýstofnuðum Jafnréttissjóði Íslands, en þar á sérstaklega að styrkja þróunarverkefni í skólakerfinu og fræðslu í kynjafræðum.

Fjörutíu ára afmæli Kvennafrídagsins

Kvennafrídagurinn var haldinn hátíðlegur á Akureyri sl. laugardag og þess minnst að fjörutíu ár voru liðin frá því að íslenskar konur fylktu liði og tóku sér frí í einn dag.

Konur í stjórnmálum, reynsla og lærdómur

Föstudaginn 6. nóvember verður haldið málþing undir yfirskriftinni "Konur í stjórnmálum, reynsla og lærdómur". Málþingið fer fram á  Hótel Héraði á Egilsstöðum og hefst klukkan 13.30. 

Ofbeldi karla gegn konum í parsamböndum

Á jafnréttistorgi miðvikudaginn 28. október fjallar Ingibjörg Þórðardóttir félagsráðgjafi um birtingarmyndir þess ofbeldis sem gerendur sjálfir segja frá, skýringar þeirra á ofbeldinu og mögulegar leiðir til að koma í veg fyrir endurtekið ofbeldi. Þá verður einnig sagt frá reynslu gerenda af ofbeldi í æsku og að lokum boðið uppá stuttar umræður. Jafnréttistorgið er í samstarfi Jafnréttisstofu og HA og er öllum opið. 

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs 2015

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til fjölmiðlaviðurkenningar Jafnréttisráðs.  Í ár mun Jafnréttisráð, ásamt ráðherra jafnréttismála, veita sérstaka fjölmiðlaviðurkenningu aðilum sem hafa skarað fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Fjölmiðlaviðurkenningin verður afhent á Jafnréttisþingi sem haldið er 25. nóvember næstkomandi. 

Kyn og fræði - Ný þekking verður til

Jafnréttissjóður býður til málþings þar sem kynntar verða niðurstöður rannsókna sem sjóðurinn styrkti 2014 og jafnframt fer fram úthlutun sex nýrra styrkja. Málþingið verður haldið á kvennafrídaginn 24. október 2015 kl. 11-13 í Iðnó.

Fjörutíu ára afmæli Kvennafrídagsins

Laugardaginn 24. október boða Zontakonur á Akureyri í samstarfi við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Minjasafnið á Akureyri til afmælisdagskrár í tilefni af fjörutíu ára afmælis Kvennafrídagsins. Dagskráin hefst kl. 11:30 við Aðalstræti 6 þar sem Vilhelmína Lever kaus fyrst íslenskra kvenna.