Norræna ráðherranefndin fól NIKK, Norrænu upplýsingamiðstöðinni um kynjajafnrétti, að greina gildandi löggjöf um hótanir og hatursorðræðu á netinu. Í skýrslu sem kynnt var á ráðstefnu um málefnið sem haldin var í Stafangri í Noregi þann 21. júní sl. kemur fram að áhrifin af netníð birtast á margvíslegan hátt um leið og viðbrögð löggjafa landanna einkennast enn af óvissu.
23.06.2017
Um hundrað manns tóku þátt í kvennasögugöngu á Akureyri í gær og minntust kvenréttindadagsins 19. júní. Kristín Aðalsteinsdóttir fyrrverandi prófessor við HA leiddi göngufólk í fótspor kvenna sem sett höfðu svip sinn á Brekkuna.
20.06.2017
Komin er út skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu kynjanna í nefndum, stjórnum og ráðum á starfsárinu 2016 auk þess sem farið er yfir þróun síðustu ára. Árið 2008 var leiddur í lög kynjakvóti í nefndum, stjórnum og ráðum á vegum ríkisins og hefur Jafnréttisstofa eftirlit með framkvæmd hans.
19.06.2017
Mánudaginn 19. júní fara fram styrkveitingar úr Jafnréttissjóði Íslands og mun félags- og jafnréttisráðherra veita styrkina við formlega athöfn í Silfubergi A í Hörpu kl. 09:00 - 11:00. Allir velkomnir.
16.06.2017
Í tilefni kvenréttindadagsins mánudaginn 19. júní býður Jafnréttisstofa til kvennasögugöngu á Akureyri í samstarfi við Héraðsskjalasafnið, Minjasafnið, Akureyrarbæ og Zontaklúbbana á Akureyri.
12.06.2017
Íslensk stjórnvöld eru reiðubúin til samvinnu við Efnahags- og framfarastofnunina, OECD, til þess að ná markmiðum um kynjajafnrétti, hérlendis sem og innan vébanda OECD. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem fjármála- og efnahagsráðherra og félags- og jafnréttismálaráðherra undirrituðu í dag. OECD hefur óskað eftir að Ísland gegni leiðandi hlutverki í innleiðingu kynjaðrar fjárlagagerðar hjá stofnuninni. Að ósk OECD var stofnfundur sérfræðihóps stofnunarinnar um kynjaða fjárlagagerð sem fram fór í maí, haldinn á Íslandi í ljósi leiðandi stöðu landsins í málum sem snúa að jafnrétti kynjanna.
06.06.2017
Frumvarp Þorsteins Víglundssonar félags- og jafnréttismálaráðherra sem kveður á um lögfestingu jafnlaunavottunar meðal fyrirtækja með 25 eða fleiri starfsmenn var samþykkt á Alþingi í nótt, með 49 atkvæðum gegn 8.
01.06.2017
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð samkvæmt lögum og er skipunartíminn til næstu alþingiskosninga. Formaður Jafnréttisráðs er Magnús Geir Þórðarson og varaformaður Tinna Traustadóttir.
31.05.2017
10. norræna ráðstefnan um mál og kyn verður haldin í Háskólanum á Akureyri dagana 20.-21. október 2017. Jafnréttisstofa vill vekja athygli á að tillögur að málstofum skulu sendast á netfangið finnurf[at]unak.is fyrir 30 maí.
16.05.2017
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra heimsótti Jafnréttisstofu síðastliðinn föstudag og átti góða stund með starfsfólki þar sem hann fór meðal annars yfir það helsta sem er á döfinni í jafnréttismálum. Bar þar hæst frumvarp jafnréttisráðherra um jafnlaunavottun sem nú er til afgreiðslu í þinginu. Sagðist ráðherra binda miklar vonir við vottunina sem verkfæri í baráttunni við kynbundinn launamun.
09.05.2017