Fréttir

Verkmenntaskólinn á Akureyri fær KÁ – vitann

Verkmenntaskólinn á Akureyri var síðastliðinn föstudag fyrsti framhaldsskólinn til þess að fá fræðsluna KÁ - vitinn sem Jafnréttisstofa býður vinnustöðum.

Aðgerð B.18 í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024: Atvinnuþátttaka og tekjumunur eftir búsetu

Jafnréttisstofa hefur birt greinargerð rannsóknar á atvinnu- og tekjumöguleikum kvenna á landsbyggðinni. Rannsóknin byggir á viðtalskönnun við konur í tveimur aldurshópum: eldri hóp, á landsbyggðinni, með háskólamenntun og starfsreynslu á sviðum sinnar sérmenntunar og yngri hópi með menntun á háskólastigi, höfðu nýlega lokið námi og voru búsettar á landsbyggðinni. Rannsóknin er hluti af aðgerðaáætlun í stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024, sem samanstóð af alls 54 aðgerðum.

Ólaunuð heimilis- og umönnunarstörf – önnur og þriðja vaktin rannsakaðar

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja undirbúning að rannsókn á ólaunuðum heimilis- og umönnunarstöfum, sem stundum nefnast önnur og þriðja vaktin.

Konur gára vatnið - fréttabréf

Lokaráðstefna og lokafundur verkefnisins Konur gára vatnið fóru fram á Akureyri í maí síðast liðnum. 

Jöfn meðferð utan vinnumarkaðar

Um miðjan júní samþykkti Alþingi breytingu á lögum um jafna meðferð óháð kynþætti og þjóðernisuppruna utan vinnumarkaðar þannig að þau ná nú til sömu mismununarþátta og lög um jafna meðferð á vinnumarkaði. Lögin taka því til jafnrar meðferðar óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu.

Efling á leiðtogafærni kvenna - Konur gára vatnið

Handbók fyrir stefnumótendur

Hlutfall kvenna 51% í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ráðuneytanna

Komin er út árleg skýrsla Jafnréttisstofu um nefndir, ráð og stjórnir á vegum ráðuneytanna. Í skýrslunni er að finna greiningu á skiptingu karla og kvenna í nefndum, stjórnum og ráðum á árinu 2021 auk þess sem farið er yfir þróun síðasta áratuginn. Hlutur kvenna var 51% þriðja árið í röð.

Uppfært yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar

Myndrænt yfirlit um stöðu jafnlaunavottunar og jafnlaunastaðfestingar hefur nú verið uppfært miðað við stöðuna í júní 2022.

Skyldur sveitarfélaga í jafnréttismálum, samkvæmt lögum

Jafnréttisstofa vekur athygli sveitarstjórna á ákvæði laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna sem lúta að skyldum sveitarfélag auk laga nr. 151/2020 um stjórnsýslu jafnréttismála.

Grænt bókhald fyrir árið 2021

Jafnréttisstofa heldur Grænt bókhald í samræmi við Græn skref fyrir ríkisstofnanir og hefur árlega skilað því til Umhverfisstofnunar fyrir árin 2019-2021.