Fréttir

Fyrsti karlmaðurinn til að gegna formennsku

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, var í vikunni valinn formaður jafnréttisnefndar Evrópuráðsþingsins. Steingrímur er fyrsti karlmaðurinn til að sinna formennsku í nefndinni.

Aðgerðir gegn mansali

Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað sérstakan starfshóp sem hefur það hlutverk að fjalla um með hvaða hætti standa megi að gerð og framkvæmd heildstæðrar áætlunar um aðgerðir gegn mansali á Íslandi.

Jafnréttislög til hvers? Málþing KRFÍ

Í tilefni 101 árs afmælis KRFÍ verður haldið málþing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 28. janúar nk. kl. 14:00.  Yfirskriftin er Jafnréttislög til hvers? Áhrif löggjafar á framvindu jafnréttis. Á meðal mælenda verður Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra.

Konum fjölgar á meðal frambjóðenda

Í vikunni gaf Hagstofa Íslands út Hagtíðindi þar sem greint er frá niðurstöðum kosninga til Alþingis, sem fram fóru 12. maí 2007. Þar kemur meðal annars fram að kosningaþátttaka kvenna var meiri en karla, eða 83,9% á móti 83,3% hjá körlum. Frá og með þingkosningunum 1995 hefur þátttaka kvenna í þingkosningum verið örlítið meiri en karla, en fram að því var þátttaka karla meiri.

Mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar verður að mannréttindaráði

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti í síðasta mánuði að breyta mannréttindanefnd Reykjavíkurborgar í mannréttindaráð. Tilgangur breytingarinnar er að gefa mannréttindamálum aukið vægi innan stjórnsýslu borgarinnar.

Hnattvæðing og nútíma fólksflutningar

Samstarfshópurinn Allar heimsins konur boða til ráðstefnu miðvikudaginn 23. janúar 2008 á Grand Hótel. Markmið ráðstefnunnar er að vekja athygli á stöðu kvenna í heimi hnattvæðingar og efla umræðuna hér á landi. Sérstök áhersla er á að raddir kvenna af erlendum uppruna á Íslandi heyrist.

Launamunur kynjanna: Hvaða áhrif hafa væntingar?

Tryggvi R. Jónsson, MA í mannauðsstjórnun, Albert Arnarson, MA í vinnu- og skipulagssálfræði og Haukur Freyr Gylfason, MA í sálfræði  munu halda erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. janúar kl. 12:00 í Háskólabíói, sal 4. Í erindinu kynna þeir rannsókn sína um launamun kynjanna.