Fréttir

Vinnustofur um gerð jafnréttisáætlana

Jafnréttisstofa heimsótti Kaupfélag Skagfirðinga, fimmtudaginn 26. maí sl. með fræðslu um jafnréttislög og gerð jafnréttisáætlana. Stjórnendur og starfsfólk ýmissa deilda vann í hópum þar sem hafist var handa við gerð aðgerðabundinnar jafnréttisáætlunar fyrir Kaupfélagið. Mánudaginn 30. apríl var Jafnréttisstofa með samskonar fræðslu fyrir Farfugla sem nú eru í viðamikilli vinnu við að móta stefnu og framtíðarsýn fyrir fyrirtækið. Einn liður í þeirri vinnu er að fyrirtækið setji sér aðgerðabundna jafnréttisáætlun.

Jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs

Í dag afhenti Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs. Að þessu sinni voru það tveir aðilar sem hlutu viðurkenninguna, Samtök um Kvennaathvarf og Reykjavíkurborg. 

Tillaga að framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum lögð fyrir Alþingi

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um framkvæmdaáætlun í jafnréttismálum tilfjögurra ára . Þetta er í sjötta sinn sem slík áætlun er lögð fram en markmið hennar er að tilgreina þau verkefni sem brýnust eru talin á sviði kynjajafnréttis.

Jafnréttislög í 40 ár

Miðvikudaginn 18. maí verða 40 ár liðin frá því að fyrstu jafnréttislögin voru samþykkt. Síðan þá hafa þau verið endurskoðuð fjórum sinnum sem endurspeglar þá þróun sem orðið hefur með nýjum áherslum, nýjum málefnum og nýjum leiðum. Margt hefur áunnist en það er líka mikið verk að vinna. Jafnréttisstofa boðar til fundar að Borgum, Akureyri kl. 12.00-13.15 á afmælisdaginn. Stutt erindi flytja Kristín Ástgeirsdóttir framkvæmdastýra, Brynhildur Flóvenz dósent í lögum við HÍ og Ingibjörg Elíasdóttir lögfræðingur Jafnréttisstofu.

Jafnréttissjóður Íslands auglýsir eftir umsóknum um styrki

Í velferðarráðuneytinu er starfræktur Jafnréttissjóður Íslands sem stofnaður var með samþykki þingsályktunar 1009/2015 í tilefni af 100 ára kosningaréttarafmæli íslenskra kvenna. Megintilgangur Jafnréttissjóðs Íslands er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu. Í þeim tilgangi styrkir sjóðurinn verkefni og rannsóknir einstaklinga, fyrirtækja, stofnana og félagasamtaka.

,,Konur sem ganga menntaveginn virða ekki karla”

Á Jafnréttistorgi miðvikudaginn 20. apríl kl. 12.00-12.50 flytur Dr. Marta Einarsdóttir sérfræðingur við RHA erindi sem nefnist ,,Konur sem ganga menntaveginn virða ekki karla”: Menntun og atvinnuþátttaka kvenna í Mósambík sem ógnun við kynjahlutverk.  Erindið er byggt á etnógrafískri doktorsrannsókn Dr. Mörtu Einarsdóttur, sem bjó í litlu þorpi í Mósambík, hjá einstæðri móður og fjölskyldu hennar og skoðaði þær hindranir sem sumar giftar konur urðu fyrir þegar þær hófu nám á ný á fullorðinsaldri. Fjallað er um hvernig sumir karlar túlka aukna menntun og atvinnuþátttöku kvenna sem ógnun við karlmennskuímyndina og kynhlutverk sitt sem ,,fyrirvinna” og ,,húsbóndi.” Þessi andstaða birtist á mismunandi hátt, frá úrtölum upp í andlegt og líkamlegt ofbeldi. 

Jafnrétti í sveitarfélögum

Í síðustu viku hélt Sambands íslenskra sveitarfélaga, Jafnréttisstofa og Jafnréttisráð vel heppnað málþing um Jafnrétti í sveitarfélögum. Áhersla var á að sýna hvernig jafnrétti kynjanna getur aukið gæði þeirrar þjónustu sem sveitarfélögin veita. Nú er hægt að sjá öll erindin á heimasíðu Sambandsins. 

Istanbúlsamningurinn: Hinn gullni mælikvarði á meðferð kynferðisbrotamála

Ísland var eitt af fyrstu ríkjum Evrópu til að undirrita nýjan samning Evrópuráðsins þann 11. maí 2011 um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum sem kenndur hefur verið við borgina Istanbúl þar sem hann var endanlega samþykktur Nú stendur til að ljúka  fullgildingu samningsins og innleiða hann á Íslandi. Liður í innleiðingunni er frumvarp til laga um breytingar á hegningarlögum sem nú er til umfjöllunar á Alþingi. Af því tilefni boða Jafnréttisstofa og Mannréttindaskrifstofa Íslands til málþings um Istanbúlsamninginn og innleiðingu hans á Íslandi. Málþingið verður haldinn þann 8.apríl kl. 13-15 í Kvennaheimilinu að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík. 

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar

Jafnréttisráð óskar eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar Jafnréttisráðs fyrir árið 2016. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Í ár stendur til að veita tvær viðurkenningar. Eina til fyrirtækis, sveitarfélags eða stofnunnar og aðra til einstaklings, hóps eða félagasamtaka. 

Hnattrænn vandi karla … og hvernig á að bregðast við honum?

Jeff Hearn, prófessor í kynjafræði við hug- og félagsvísindasvið Örebro-háskóla í Svíþjóð og rannsóknaprófessor í félagsfræði við Huddersfield-háskóla, í Bretlandi, heldur áttunda fyrirlestur vormisseris, „Hnattrænn vandi karla … og hvernig á að bregðast við honum? Mótspyrna, ábyrgð og viðbrögð“, fimmtudaginn 31. mars, kl. 12-13, í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns Íslands. Í fyrirlestrinum fjallar Jeff um nauðsyn þessa að endurskoða áherslur gagnrýnna rannsókna á körlum og karlmennsku í ljósi hnattrænna og þverþjóðlegra breytinga, svo sem hnattræns hagkerfis, fólksflutninga, upplýsinga- og samskiptatækni. Þetta skiptir ekki aðeins máli í rannsóknum og greiningu heldur einnig í stefnumótun og stjórnmálum. Þessi staða verður skoðuð með hliðsjón af spurningum um mótspyrnu, ábyrgð og mögulegum við brögðum við henni.