Fréttir

Vefsíða Evrópuverkefnis opnuð

Vefsíða Evrópuverkefnisins Tea for two, sem nefnt hefur verið Jafnréttisvogin á íslensku, hefur nú verið opnuð. Vefsíðan er á ensku og á henni má finna upplýsingar um verkefnið, sem er fjölþjóðlegt og undir stjórn Jafnréttisstofu.

Skipun í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu

Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur skipað Kristínu Ástgeirsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Jafnréttisstofu. Skipun þessi er til fimm ára frá og með 1. september nk.

Karlar til ábyrgðar - ráðstefna

Í tilefni Árs jafnra tækifæra mun Jafnréttisstofa standa að ráðstefnunni Karlar til ábyrgðar. Ráðstefnan verður haldin fimmtudaginn 30. ágúst í Kornhlöðunni í Reykjavík frá klukkan 9 til 16 og verður dagskráin tvískipt.

Ný skýrsla ESB um launamun kynjanna

Samkvæmt rannsóknum Evrópusambandsins eru tekjur kvenna í Evrópu að meðaltali 15% lægri en karla. Ný skýrsla sem kom út í vikunni bendir á leiðir sem Evrópusambandslöndin eru hvött til að nota til þess að vinna gegn launamun kynjanna. Launamunurinn hefur varla breyst á síðasta áratug.

Mest jafnrétti í finnsku ríkisstjórninni

Ný ríkisstjórn í Finnlandi getur státað af heimsmeistaratitli í jafnrétti. Tólf af tuttugu ráðherrum, eða 60%, eru konur. Finnar fóru því fram úr Svíum við síðustu stjórnarmyndum, en þeir áttu gamla metið sem var 52%.

Reynsla foreldra í fæðingaorlofi

Í nýlegri rannsókn sem Bryndís Jónsdóttir vann í tengslum við mastersritgerð sína í mannauðstjórnun er reynsla fólks í fæðingaorlofum könnuð. Þar kemur meðal annars fram að þriðjungur kvenna og tíundi hver karlmaður hættir störfum að loknu fæðingarorlofi.

Fyrsta kvenbæjarstjórans minnst í Kópavogi

Fimmtíu ár eru liðin frá því að Hulda Jakobsdóttir varð bæjarstjóri Kópavogs fyrst kvenna á Íslandi. Þessara tímamóta var minnst með opnun örsýningar í Bókasafni Kópavogs miðvikudaginn 4. júlí. Við þetta tækifæri var jafnréttisviðurkenning Kópavogs einnig afhent.

Styrkir vegna Evrópuárs jafnra tækifæra

Í tilefni af Evrópuári jafnra tækifæra hefur verið ákveðið að veita styrki úr sérstökum verkefnasjóði til verkefna sem hafa það markmið að vinna að almennri og víðtækri vitundarvakningu í samfélaginu um mismunun á grundvelli kyns, öldrunar, kynþáttar, fötlunar, kynhneigðar og trúar. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr verkefnasjóðnum.

Framkvæmdastjóraskipti á Jafnréttisstofu

Margrét María Sigurðardóttir lætur af störfum sem framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu 1. júlí nk., en hún hefur verið skipuð umboðsmaður barna frá þeim tíma. Margrét María hefur verið framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu frá 1. nóvember 2003.

Félagsmálaráðherra heimsækir Jafnréttisstofu

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra heimsótti Jafnréttisstofu í morgun. Ragnhildur Arnljótsdóttir, ráðuneytisstjóri, og Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður félagsmálaráðherra, mættu með Jóhönnu. Þetta var fyrsta heimsókn Jóhönnu á Jafnréttisstofu eftir að hún tók við sem félagsmálaráðherra.