Fréttir

Jafnréttisstofa birtir skýrslu um umönnunarbil og þjónustu sveitarfélaga

Umönnunarbil – tímabilið milli fæðingarorlofs og leikskóla – hefur lengi verið áskorun fyrir fjölskyldur.

Nýr gátlisti til að efla fjölbreytni í sveitarstjórnum

Fjölbreyttari sjónarmið í sveitarstjórnum á Íslandi – Gátlisti gefinn út

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála: Synjun ÍSOR á launuðu leyfi til karls var ekki brot á jafnréttislögum

Kærunefnd jafnréttismála hefur úrskurðað að Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) hafi ekki brotið gegn jafnréttislögum þegar karlkyns starfsmanni var synjað um launað leyfi til að styðja kvennaverkfallið 24. október árið 2023. Kærunefnd jafnréttismála taldi að þó synjunin hefði falið í sér mismunun á grundvelli kyns væri hún réttlætanleg sem sértæk aðgerð sem stuðlar að jafnrétti kynjanna.

Jafnréttisstofa aðili að evrópsku neti jafnréttisstofnana

Í byrjun október varð Jafnréttisstofa aðili að evrópsku neti jafnréttisstofnana, Equinet, í fyrsta sinn.

Samantekt frá afmælisráðstefnu Jafnréttisstofu

Þann 15. september 2025 hélt Jafnréttisstofa upp á 25 ára afmæli sitt með ráðstefnu. Meginþemað var kynbundið ofbeldi, með pallborði þar sem áhersla var lögð á stafrænt kynbundið ofbeldi. Þátttakendur á ráðstefnunni voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra og ráðherra jafnréttismála, dr. Rannveig Sigurvinsdóttir, dósent við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík, Drífa Snædal, talskona Stígamóta, París Anna Bergmann, menntaskólanemi og aktívisti og Jón Ingvi Ingimundarson, verkefnastjóri hjá Jafnréttisstofu. Hjalti Ómar Ágústsson, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu, stýrði pallborði og Martha Lilja Olsen, framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu, hélt opnunarávarp.

Afmælisráðstefna Jafnréttisstofu

Þann 15. september nk. fagnar Jafnréttisstofa 25 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður haldin afmælisráðstefna í Hofi á Akureyri. 

Víðari sýn og fjölbreytileikinn fangaður

Jafnréttisstofa hefur uppfært leiðbeiningar til fyrirtækja og stofnana um gerð jafnréttisáætlana. Nýjum áherslum í leiðbeiningunum er ætlað að tryggja víðari sýn á jafnrétti þar sem fjölbreytni íslensks vinnumarkaðar er spegluð.

Mælaborð yfir jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu

Jafnréttisstofa hefur birt lifandi mælaborð yfir stöðu á jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Þar má sjá hversu mörg fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög hafa öðlast jafnlaunavottun eða -staðfestingu og hversu mörg eru án jafnlaunakerfis, af þeim sem lagaskyldan nær til.

Yfirlit yfir kynjahlutfall í nefndum og ráðum á vegum ríkisins

Jafnréttisstofa hefur tekið saman myndrænt tölfræðiyfirlit yfir kynjahlutfall í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkisins fyrir árin 2022-2024. Upplýsingaöflun Jafnréttisstofu byggir á 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Tölfræðin er byggð á greinargerðum frá jafnréttisfulltrúum ráðuneytanna og hefur frá því að lög nr. 10/2008 (eldri jafnréttislög) voru sett verið birt í árlegum skýrslum en er nú tekin saman í eitt heildstætt yfirlit.

Burt með mismunun

Mismunun á sér ýmsar birtingarmyndir. Hún getur átt sér stað við kaup á þjónustu eða við ráðningu í tiltekið starf, svo fátt eitt sé nefnt.